VIÐBURÐIR Á DÖFINNI

Hér er yfirlit yfir alla viðburði á döfinni hjá Pírötum. Ert þú með viðburð sem mætti vera þarna? Sendu okkur viðburðinn hér.

Aðalfundur Pírata og PÍR 25
sep.
20.

Aðalfundur Pírata og PÍR 25

Aðalfundur Pírata og PÍR 25 og kynning á fyrirhuguðum vinnufundum

Kæru Píratar,

Framkvæmdastjórn og Píratar í Reykjavík boða til sameiginlegs aðalfundur.

 Dagsetning: 20.september

 Tími: kl. 15:00–18:00 (að loknum fundi verður boðið upp á kvöldmat og síðan skemmtun)

 Staðsetning: Grótta, Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi

 Aðgengi: Fullt aðgengi fyrir hjólastóla

Dagskrá aðalfunda

15:00 – Fundur settur

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara (Píratar)

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara (PíR)

15:05– Skýrsla stjórna og nefnda

  • Skýrsla stjórnar Pírata

  • Skýrsla stjórnar PíR

  • Skýrsla oddvita Reykjavikur

  • Skýrsla oddvita Kópavogs

15:35– Reikningar lagðir fram

  • Reikningar Pírata lagðir fram til samþykktar

  • Reikningar PíR lagðir fram til samþykktar

15.45 – Kaffihlé og spjall 

16.00 – Tillögur

  • Kynning á tillögum starfshóps á gildum og áherslum Pírata

  • Umræða um tillögur

  • Kynning á lagabreytingartillögum á lögum Pírata

  • Umræður um lagabreytingartillögur

17:00 – Kosningar

Kynning á frambjóðendum 

  • Kosning skoðunarmanna reikninga (Píratar)

  • Kosning í úrskurðarnefnd (Píratar)

  • Kosning í stjórn PíR

  • Kosning skoðunarmanna reikninga (PíR)

  • Lagabreytingartillögur lagðar fram til samþykktar

17:30– Önnur mál

  • Önnur mál Pírata

  • Önnur mál PíR

17:55 – Fundi slitið

18:00 – Kvöldmatur 

Eftir kvöldmat – Skemmtun og samvera 

ATHUGIÐ

Sú breyting verður gerð á komandi aðalfundi að eingöngu verður hægt að kjósa á fundinum sjálfum. Aðilar búsettir á landsbyggðinni eða aðrir sem sjá sér ekki fært að mæta geta gefið öðrum fundargesti umboð til að koma sínu atkvæði til skila.

Þau sem hyggjast fela öðrum umboð skulu senda tölvupóst þess efnis ásamt nafni og kennitölu sinni og umboðsmanni á piratar@piratar.is

Boð á vinnufundi

Boðið er á tvo vinnufundi. Sá fyrsti vegna lagabreytingatillaga og sá seinni vegna vinnu við áherslur og gildi Pírata. Framkvæmdastjórn stefnir á að kynna niðurstöður beggja hópa á Aðalfundi Pírata og PíR þann 20. september.

Fundur um lagabreytingartillögur verður haldinn mánudaginn 1. september klukkan 16 í húsnæði Pírata, Hverfisgötu 39.

Um er að ræða þrjár megin breytingar sem eru til umræðu.

  1. Tillaga snýr að því að taka upp embætti formanns og varaformanns 

  2. Tillaga snýr að því að sameina stefnu- og málefnanefnd og framkvæmdastjórn flokksins í eina stjórn, sem færi með verkefni beggja og færi með pólitískt umboð.

  3. Tillaga snýr að því að taka kosningakerfi flokksins, x.piratar.is, úr notkun, og skrifa amk. bráðabirgðaákvæði um það hvernig haga skuli kosningum innan flokksins. 

Fundur um áherslur og gildi Pírata verður haldinn mánudaginn 8. september klukkan 16 í húsnæði Pírata, Hverfisgötu 39.

Því félagsfólki sem hefur hug á því að koma að þessari vinnu er boðið að mæta á fundina, en framhaldsfundir verða ákveðnir í framhaldinu eftir þörfum.

Se begivenhed →

sep.
6.

Píratar í Reykjavík - kaffi eftir fjöldafund

Link to Facebook event/ hlekkur á fasbóksviðburðinn hér.

(IS)

Píratar í Reykjavík bjóða í kaffi og kex klukkan 16 eftir fjöldafundinn „þjóð gegn þjóðarmorði“ sem haldinn verður á Austurvelli frá 14-16:00 laugardaginn 6. september. Staldrið við í kaffi eða komið og spjallið eftir fundinn - hlökkum til að sjá ykkur.

--

(EN)

Pírates in Reykjavík invite you to coffee and biscuits on Hverfisgata 39 at 4 pm after the ICELAND AGAINST GENOCIDE - Protest for Palestine event at Austurvöllur, which is set from 14:00-16:00 September 6th 2025.

Come by for a quick coffee - stay for a tea or coffee! We look forward to see you!

Se begivenhed →
Fundarboð – Kynning og umræður um niðurstöður vinnustofa og lagabreytingar
aug.
21.

Fundarboð – Kynning og umræður um niðurstöður vinnustofa og lagabreytingar

Kæru félagar,

Í vor héldum við röð vinnustofa þar sem við fórum yfir stefnumál, markmið, áskoranir og mögulegar lausnir fyrir framtíð Pírata og samfélagsins í heild. Nú hefur framkvæmdastjórn tekið saman allar niðurstöðurnar og vill bjóða ykkur á fund þar sem við förum yfir þær og ræðum næstu skref.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17:00–19:00 í Tjarnabíó, Tjarnagötu 12.

Dagskrá:
1. Kynntar verða helstu niðurstöður úr vinnustofum sem haldnar voru á vordögum

2. Umræður
3. Kynntar hugmyndir að lagabreytingum varðandi innra starf Pírata
4. Umræður

Þetta er tækifæri til að sjá hvernig hugmyndir grasrótarinnar hafa verið unnar áfram, taka þátt í umræðum og hafa áhrif á áframhaldandi stefnumótun og innra starf flokksins.

Allir félagar og áhugasöm um stefnu og framtíð Pírata eru hjartanlega velkomin!

Með Píratahug,

Fyrir hönd framkvæmdastjórnar Pírata

Se begivenhed →
Vinnustofa
feb.
8.

Vinnustofa

Í kjölfar niðurstöðu Alþingiskosninga hefur engum dulist að nauðsynlegt er að fara í ítarlega naflaskoðun á bæði skipulagi og stefnum flokksins. Nú er tíminn til að líta inn á við og spyrja okkur hvert okkar erindi er í þjóðfélaginu, styrkja liðsheildina og skerpa á áherslum okkar.

Því hefur verið ákveðið að hefja þá vinnu með því að halda tvær vinnustofur um framtíð flokksins, hvert hann stefnir, áherslur og innra skipulag.


Fyrsta vinnustofa (HVAÐ?) mun einblína á framtíðarsýn, erindi og stefnu flokksins.


Seinni vinnustofa (HVERNIG?) mun einblína á skipulag flokksins. Nauðsynlegt er að endurskoða og ræða í þaula þætti líkt og kosningakerfi, umboð og formennsku, formlegt ákvarðanatökuferli, stjórnarumhverfi og aðkomu aðildarfélaga.

Fyrsta vinnustofa fer fram laugardaginn 1. febrúar frá 11:00-13:00 á Hverfisgötu 39.



Byrjað verður á því að greina þær áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir og skoða svo hvert okkar erindi er, hvað við höfum upp á að bjóða og svo í kjölfarið hverjar stefnurnar ættu að vera.

Unnið verður út frá brainstorm session og út frá þeim þemum sem þar birtast verður haldið í áframhaldandi vinnu með þá beinagrind sem við munum hafa í höndunum.
Vinnan fer fram með strangri og skilvirkri fundarstjórn til að tryggja sem bestu afurð innan ramma fundartímans. Mikilvægt er að þátttakendur mæti undirbúnir til að taka þátt í hnitmiðuðum og afkastadrifnum vinnufundi.

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á því að koma að uppbyggingu Pírata og láta sig flokkinn varða til að mæta og leggja sitt af mörkum. Hér er tækifærið til að rýna til gagns, láta ljós sitt skína og leggja sitt af mörkum til framtíðar flokksins.

Boðið verður upp á fjarstreymi þar sem fólk getur fylgst með vinnustofunni og sent á okkur hugmyndir í lok vinnustofunnar.


Kær kveðja,

Stefnu- og málefnanefnd


Se begivenhed →
Einn Kaldur á Rauða Ljóninu
nov.
25.

Einn Kaldur á Rauða Ljóninu

Mánudaginn 25.nóvember bjóða Píratar í Suðvesturkjördæmi í einn (jafnvel fleiri) kaldan á Rauða Ljóninu. Kíktu við í drykk og gott spjall!

Á staðnum verða efstu þrír frambjóðendur Pírata í Suðvesturkjördæmi þau Þórhildur Sunna, Gísli Rafn og Sigurbjörg Erla, ásamt fleiri bráðskemmtilegum Pírötum.

Se begivenhed →
Trúnó með Dóru og Birni
nov.
19.

Trúnó með Dóru og Birni

Komdu á trúnó, kjöftum aðeins saman um lífið, pólitíkina og tækifærin

Píratar bjóða stúdentum og ungu fólki á trúnó í Stúdentakjallaranum þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 20.

Píratar eru flokkur unga fólksins og brenna fyrir réttláttara og umhverfisvænna samfélagi og setja m.a. úrbætur í loftslags-, húsnæðis- og geðheilbrigðismálum á oddinn.

Við viljum heyra hvað hvílir á þínu hjarta og deila með þér náinni og notalegri kvöldstund þar sem ekkert umfjöllunarefni er off limits!

Hlökkum til að sjá ykkur

Se begivenhed →
Píla með Lenyu
nov.
17.

Píla með Lenyu

Kíktu í pílu og spjall með Lenyu Rún, oddvita Pírata í Reykjavík norður og fulltrúa unga fólksins, næstkomandi sunnudag kl. 19-20:30 á Irishman pub.

Það verða drykkir í boði á barnum, málefnalegar umræður og góður félagsskapur. Hver veit nema hægt verði að skella sér í karókí þegar líður á kvöldið

Nýttu þetta frábæra tækifæri og láttu sjá þig - hlökkum til að hitta þig


Se begivenhed →