VIÐBURÐIR Á DÖFINNI

Hér er yfirlit yfir alla viðburði á döfinni hjá Pírötum. Ert þú með viðburð sem mætti vera þarna? Sendu okkur viðburðinn hér.

Hinseginþing
apr.
27.

Hinseginþing

Verulegt bakslag hefur átt sér stað í hinsegin málaflokknum. Hatursorðræða færist í aukana, áreiti og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki heldur áfram og réttindi hinsegin fólks víða um heiminn eru í hættu. Hvernig getum við varið réttindi hinsegin fólks betur? Hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessu bakslagi? Ræðum þetta og fleiri tengd málefni á opnu málþingi Pírata um hinsegin mál. Niðurstöður þingsins verða notaðar til að móta hinsegin stefnu flokksins. Öll þau sem hafa áhuga á þessum málaflokki eru hjartanlega  velkomin.

Staðsetning: Lækjargötuhúsið á Árbæjarsafni, Kistuhylur 110 Reykjavík. 


Dagskrá:

13:00 - málþing sett

13:05 - pallborðsumræða

13:45 - hlé

14:00 - vinnustofur

14:30 - samantekt vinnustofa

14:35 - lokaorð/tengslamyndun (networking)

15:00 - málþingi slitið


Þátttakendur í pallborði eru: 

Forsetaframbjóðandinn og prófessor í stjórnmálafræði Baldur Þórhallsson

Forseti og varaforseti Q Félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir.

Meðstjórnandi hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson 

Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. 

Fundarstjóri er borgarráðsfulltrúi Pírata Alexandra Briem. 


Skráðu þig á Facebook viðburðinn hér.

Se begivenhed →

Pírataþing
mar.
23.

Pírataþing

11:00-11:50 - Vinnustofa 1 - Útlendingastefna

Farið yfir drög að útlendingastefnu sem er í vinnslu. Fjallað um störf vinnuhópsins

11:00-11:50 - Vinnustofa 2 - Ímynd flokksins

Á þessari vinnustofu: Staða ímyndarvinnu sem hefur verið í mótun síðustu misseri, marktæki skoðanakannana og almenn ímynd flokksins innávið og útávið.

11:50-12:50 - matur og networking

13:00-14:00 - Vinnustofa 3 Valdefling félagsfólks

Á dagskrá þessarar málstofu: Efling grasrótar, grasrót á landsbyggð, kosningaþátttaka ungs fólks og lýðræðisvitund nýbúa sem eru að kjósa í fyrsta skipti.

13:00-14:00 - Vinnustofa 4 - Áherslur flokksins

Rætt verður um hvaða áherslur flokkurinn vill setja fyrir næstu kosningar

14:00-15:00 - Samantekt, umræður og networking

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Se begivenhed →
Félagsfundur
mar.
21.

Félagsfundur

Píratar bjóða til félagafundar til að ræða ýmis mál sem verður haldinn fimmtudaginn 21.mars 16:30-18:00. Fundurinn verður í Huldustofu í Bókasafni Kópavogs.

Kjörnir fulltrúar flokksins mæta til að fara yfir t.d. útlendinga mál sem hafa verið mikið í umræðunni, stöðunni í sveitarstjórnarmálum og einnig mun Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, mæta og ræða við okkur um mansal. Að lokum mun stefnu- og málefnanefnd Pírata upplýsa félagsmenn um sitt starf og núverandi verkefni.

Við hvetjum sem flest að mæta!

Se begivenhed →
Félagsfundur - Útlendingamál
mar.
2.

Félagsfundur - Útlendingamál

Boðað er til félagsfundar um málefni útlendinga. Markmið fundarins er að stofna vinnuhóp sem tekur að sér að skrifa drög að stefnu fyrir Pírata í þessum mikilvægu málum.

Fundurinn er þann 2. mars kl 11 og stendur til 1230. Við hittumst á Kjarval.

Se begivenhed →
Nýliðagigg
mar.
1.

Nýliðagigg

Location: Hús Máls og Menningar, Laugavegi.

Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfi Pírata? Ertu Pírati og þekkir fólk sem hefur áhuga á að kynnast okkur?

Gamlir Píratar, nýir Píratar, forvitið fólk, öll velkomin!

Spjöllum saman um starfið okkar og fögnum á sama tíma 35 ára bjórafmæli!

Við hvetjum Pírata sérstaklega til þess að taka með sér vini og þið hin - ekki hika við að mæta þó svo að þið þekkið okkur ekki, við erum agalega næs!

Það er margt brýnt framundan og við finnum verulega fyrir auknum áhuga á starfinu okkar. Komdu!

Se begivenhed →
Vísindaferð - Hvanneyri
feb.
26.

Vísindaferð - Hvanneyri

Vísindaferð Pírata og Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands

Píratar bjóða stúdentum Landbúnaðarháskóla Íslands í vísindaferð á Hvanneyri Pub næstkomandi mánudag 26. febrúar. Viðburðurinn er í samstarfi við NLHÍ og herlegheitin hefjast klukkan 19:00. Þingmenn Pírata, þeir Björn Leví og Gísli Rafn, verða með stutta tölu áður en farið er í umræður. Komdu og ræddu málin, allir áhugasamir velkomnir!
Bjór og pítsa í boði á meðan byrgðir endast

Facebook viðburður hér

Se begivenhed →
feb.
17.

Félagsfundur


Stefnu- og málefnanefnd Pírata boðar til félagsfundar laugardaginn 17.febrúar. Fundurinn verður haldinn á Bókasafni Kópavogs frá 13:00-14:30.
Til umræðu verður m.a. staðan á Reykjanesskaga, staða ríkisstjórnarinnar og lagabreytingartillögur.
Boðið verður upp á kaffi og frábærar umræður.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja,
Stefnu- og málefnanefnd Pírata

Se begivenhed →
Morgunkaffi á Akureyri
jan.
27.

Morgunkaffi á Akureyri

Þingmenn Pírata eru á Akureyri og bjóða öllum áhugasömum í morgunkaffi á Hlíðarberg á Hótel Kea til þess að ræða stöðuna í pólitík og hvað annað sem liggur þér á hjarta. Allir áhugasamir eru velkomnir klukkan 10:00 næstkomandi laugardag og kaffi og bakkelsi eru í boði.

Se begivenhed →
Almennur félagsfundur
jan.
4.

Almennur félagsfundur

Boðað er til almenns félagsfundar fimmtudaginn 4. janúar kl. 17.30. í vinnustofu Kjarvals, Austurstræti 10A, 101 Reykjavík Til umræðu verða sjávarútvegsmál og löggjöf sem í undirbúningi er um þau og liggur nú fyrir Alþingi.

Se begivenhed →