VIÐBURÐIR Á DÖFINNI

Hér er yfirlit yfir alla viðburði á döfinni hjá Pírötum. Ert þú með viðburð sem mætti vera þarna? Sendu okkur viðburðinn hér.


Einn Kaldur á Rauða Ljóninu
nov.
25.

Einn Kaldur á Rauða Ljóninu

Mánudaginn 25.nóvember bjóða Píratar í Suðvesturkjördæmi í einn (jafnvel fleiri) kaldan á Rauða Ljóninu. Kíktu við í drykk og gott spjall!

Á staðnum verða efstu þrír frambjóðendur Pírata í Suðvesturkjördæmi þau Þórhildur Sunna, Gísli Rafn og Sigurbjörg Erla, ásamt fleiri bráðskemmtilegum Pírötum.

Se begivenhed →
Trúnó með Dóru og Birni
nov.
19.

Trúnó með Dóru og Birni

Komdu á trúnó, kjöftum aðeins saman um lífið, pólitíkina og tækifærin

Píratar bjóða stúdentum og ungu fólki á trúnó í Stúdentakjallaranum þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 20.

Píratar eru flokkur unga fólksins og brenna fyrir réttláttara og umhverfisvænna samfélagi og setja m.a. úrbætur í loftslags-, húsnæðis- og geðheilbrigðismálum á oddinn.

Við viljum heyra hvað hvílir á þínu hjarta og deila með þér náinni og notalegri kvöldstund þar sem ekkert umfjöllunarefni er off limits!

Hlökkum til að sjá ykkur

Se begivenhed →
Píla með Lenyu
nov.
17.

Píla með Lenyu

Kíktu í pílu og spjall með Lenyu Rún, oddvita Pírata í Reykjavík norður og fulltrúa unga fólksins, næstkomandi sunnudag kl. 19-20:30 á Irishman pub.

Það verða drykkir í boði á barnum, málefnalegar umræður og góður félagsskapur. Hver veit nema hægt verði að skella sér í karókí þegar líður á kvöldið

Nýttu þetta frábæra tækifæri og láttu sjá þig - hlökkum til að hitta þig


Se begivenhed →
Pírataþing
nov.
9.

Pírataþing

Kæru Píratar,

Stefnu- og málefnanefnd stendur fyrir Pírataþingi sem verður haldið laugardaginn 9. nóvember frá kl. 13:00-17:00 í Bragganum. Þetta verður einstakur viðburður þar sem við ætlum að ræða um spennandi framtíðarsýn fyrir Pírata í ríkisstjórn!

Þingið ber yfirskriftina *"Píratar í ríkisstjórn"* og við munum kafa ofan í hvað það þýðir fyrir okkur sem flokk. Hvernig sjáum við fyrir okkur að Píratar myndi ríkisstjórn? Hvaða stefnumál og áherslur viljum við leggja áherslu á í slíkri stöðu? Og hvað getum við gert til að ná þessum markmiðum? Þetta verður tíminn til að ræða stóru málin og fá skýra mynd af okkar stefnu til framtíðar.

Hvað getur þú gert?
- Komdu, vertu með okkur og taktu þátt í umræðunum.
- Vertu hluti af því að móta framtíð Pírata – þetta er okkar tækifæri til að setja skýr markmið og hafa áhrif!

Við lofum fjörugum umræðum, ferskum hugmyndum og skemmtilegri stemningu. Ekki missa af þessu!

Hvenær og hvar?
Dagsetning: 9. nóvember
Tímasetning: 13:00 – 17:00
Staðsetning: Bragginn, Nauthólsvegur 100, 102 Reykjavík

Við hlökkum til að sjá ykkur öll þar!

Með bestu kveðju,  
Stefnu- og málefnanefnd

Se begivenhed →
Græjum 105
nov.
5.

Græjum 105

Hittumst og gæjum og gellum upp Hverfisgötu 105, gerum staðinn huggulegan fyrir næstu vikur. Boðið verður upp á bjór, gos og sjónvarpsgláp þar sem við fylgjumst með kosningum BNA.

Se begivenhed →
Kynning á kosningastefnuskrá 24
nov.
3.

Kynning á kosningastefnuskrá 24

Efni: Kynning á kosningastefnu 3. nóvember



Í ljósi þess að ákveðið var að slíta ekki félagsfundinum sem haldinn
var 1. nóvember síðastliðinn verður haldið áfram með þann fund
sunnudaginn 3. nóvember kl. 16:00 á Hverfisgötu 39.

Á dagskrá fundarins er að kynna kosningastefnu Pírata 2024.

 



Se begivenhed →
Almennur félagsfundur - umboðsmenn til stjórnarmyndunarviðræðna
nov.
1.

Almennur félagsfundur - umboðsmenn til stjórnarmyndunarviðræðna

Oddvitar Pírata fyrir komandi Alþingiskosningar boða til almenns félagsfundar á Hverfisgötu 39, föstudaginn 1. nóvember kl 17:00.

Efni fundarins eru tillögur oddvita að umboðsmanni til að fara með stjórnarmyndunarumboð Pírata í kjölfar kosninga til Alþingis þann 30 nóvember í samræmi við 10 kafla laga Pírata um umboðsmenn Pírata. 


Se begivenhed →