Vertu memm
Skráðu þig í flokkinn hér
Þú getur annað hvort smellt á takkann hér til að skrá þig í Pírata eða fylgt leiðbeiningum hér fyrir neðan til að græja þetta í einum grænum.
Verið velkomin!
Hér að neðan eru leiðbeiningar til að skrá sig í Pírata. Skráningin fer fram í gegnum kosningakerfið og gildir um aðalfélagið, en svo er gott að skrá sig í sitt aðildafélag.
Taktu virkan þátt
Til að vera með kosningarétt innan Pírata þarftu að hafa skráð þig í viðeigandi aðildafélag.
Þú getur skráð þig í svæðisfélag eftir því hvar lögheimili þitt er skráð, en einnig eru nokkur málefnafélög fyrir áhugasöm.
Kosningar um málefni og stefnur fara fram í kosningakerfinu sem kallast líka x.piratar.is. Þar er líka kosið í stjórnir, nefndir, ráð o.fl.
Að skrá sig í Pírata
Nýskráning
Á x.piratar.is smellir þú á „Nýskrá“ efst í hægra horni.
Fylgdu leiðbeiningum sem koma upp á skjáinn. Athugið að það þarf að staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum.
Skráning í aðildafélag
Veldu „Aðildafélög“ efst á vefnum og veldu úr listanum.
Það birtist blár borði efst á síðunni ef þú átt eftir að skrá þig í aðildafélagið og mátt það samkvæmt lögheimilisskráningu þinni. Smelltu á „Gerast meðlimur“ hnappinn sem þar birtist.
Málefnafélögin virka aðeins öðruvísi. Til að skrá þig í málefnafélag skaltu senda póst á piratar@piratar.is og við bætum þér við.
Það birtist blár hnappur í vinstri dálki sem staðfestir að þú sért orðin/n meðlimur í völdu aðildafélagi. Annars er hnappurinn appelsínugulur.
Ef þú vilt leiðrétta eða breyta aðild þinni að aðildarfélögum, sendu póst á piratar@piratar.is og við hjálpum þér eins fljótt og við getum.
Hvað svo?
Kosningar
Þegar kemur að kosningum um mál getur þú skráð atkvæði þitt undir því þingi sem við á hverju sinni, ef þú ert meðlimur þess þings. Gott er að fylgjast með tölvupóstum frá Pírötum til að vita hvenær fundir og kosningar eiga sér stað.
Hægt er að taka virkan þátt í umræðum um málefni sem verið er að kjósa um þar sem er spjall-vettvangur við hvert mál.
Stillingar
Þegar nýskráningu er lokið getur þú skráð þig inn hvenær sem er og breytt upplýsingum um þig með því að smella á nafnið þitt efst í hægra horni og velja stillingar. Þú getur hlaðið upp mynd, skrifað kynningu á þér, valið tungumál (íslenska/enska) og breytt póstsendingastillingum.
Sjáumst á næsta viðburði!
Við hlökkum til að sjá þig á reglulegum viðburðum okkar. Kíktu á viðburðardagatalið til að sjá hvað er næst á döfinni.
Vinakerfi
Við viljum taka vel á móti nýjum félögum og höfum þess vegna sett upp vinakerfi. Láttu okkur vita að þú hafir áhuga og við finnum þér félaga til að koma þér inn í félagið fyrst um sinn.