Aðalfundur Pírata og Pírata í Reykjavík 2025
Framkvæmdastjórn og Píratar í Reykjavík boða til sameiginlegs aðalfundar þann 20. September 2025
Hann fer fram í hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi. Þar er fullt aðgengi fyrir hjólastóla. Húsið opnar klukkan 15 og gert er ráð fyrir að aðalfundarstörf standi til klukkan 18:30. Að því loknu verður boðið upp á mat og svo verður skemmtun og samvera.
Skráning fer fram á þessum hlekk: https://forms.gle/rfq5ovAmcSwFtgn69
Framboð á aðalfundi
Óskað er eftir framboðum í eftirfarandi embætti, en framboðsfrestur hefur verið framlengdur þannig að félagsfólk getur gefið kost á sér á aðalfundinum.
3 sæti í kjörstjórn Pírata og 3 til vara
3 sæti í úrskurðarnefnd Pírata og 2 til vara
2 skoðunarmenn reikninga fyrir Pírata
2 skoðunarmenn reikninga fyrir Pírata í Reykjavík
5 sæti í stjórn Pírata í Reykjavík og 5 til vara
Þau sem vilja senda framboð inn fyrirfram skulu gera það með því að senda póst á piratar@piratar.is þar sem fram kemur:
fullt nafn frambjóðanda,
netfang,
símanúmer,
hagsmunaskráning,
tilgreining á því embætti sem viðkomandi býður sig fram í.
Lagabreytingatillögur:
Eftirfarandi lagabreytingatillögur verða lagðar fram á fundinum:
Lagabreytingatillögur fyrir Pírata
Lagabreytingatillaga fyrir Pírata í Reykjavík
Dagskrá aðalfunda:
15:00 – Hús opnar og skráning hefst
15:30 – Fundur settur
Kosning fundarstjóra og fundarritara (Píratar)
Kosning fundarstjóra og fundarritara (PíR)
15:35 – Opnunarræða
15:40 – Skýrsla stjórna og nefnda
Skýrsla stjórnar Pírata
Skýrsla stjórnar PíR
Skýrsla oddvita Reykjavikur
Skýrsla oddvita Kópavogs
16:20 – Reikningar lagðir fram
Reikningar Pírata lagðir fram til samþykktar
Reikningar PíR lagðir fram til samþykktar
16.25 – Kaffihlé og spjall ☕️
16.40 – Tillögur
Kynning á tillögum starfshóps á gildum Pírata
Umræða um gildi og áherslur
Kynning á lagabreytingartillögum á lögum Pírata
Umræður um lagabreytingartillögur
18:10 – Kosningar
Kynning á frambjóðendum
Kosning í Kjörstjórn (Píratar)
Kosning skoðunarmanna reikninga (Píratar)
Kosning í úrskurðarnefnd (Píratar)
Kosning í stjórn PíR
Kosning skoðunarmanna reikninga (PíR)
Lagabreytingartillögur lagðar fram til samþykktar
18:25 – Önnur mál
Önnur mál Pírata
Önnur mál PíR
18:35 – Fundi slitið
18:45 – Kvöldmatur 🍲
Eftir kvöldmat – Skemmtun og samvera 🎉
ATHUGIÐ!
Sú breyting verður gerð á komandi aðalfundi að eingöngu verður hægt að kjósa á fundinum sjálfum. Aðilar búsettir á landsbyggðinni eða aðrir sem sjá sér ekki fært að mæta geta gefið öðrum fundargesti umboð til að koma sínu atkvæði til skila.
Þau sem hyggjast fela öðrum umboð skulu senda tölvupóst þess efnis ásamt nafni og kennitölu sinni og umboðsmanni á piratar@piratar.is
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Með piratískum kveðjum,
Framkvæmdastjórn Pírata og stjórn Pírata í Reykjavík