Tillaga að lagabreytingu Pír
Stjórn Pírata í Reykjavík leggur til eftirfarandi breytingu á lögum félagsins sem afgreidd verði á aðalfundi 20. September 2025
Tillaga að lagabreytingu
Breyting á 4.3. grein í lögum Pírata í Reykjavík
Núverandi texta í grein 4.3. er breytt þannig:
Grein 4.3 nú:
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi auk fimm varamanna til stjórnar. Kosning skal fara fram með Schulze-aðferð.
Grein 4.3 eftir breytingu :
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi auk fimm varamanna til stjórnar. Kosning skal fara fram með STV-aðferð (Single Transferable Vote).
Greinargerð
Markmið breytingarinnar er að skipta út núverandi Schulze-aðferð fyrir STV til að auka skiljanleika ákvörðunarferlisins Þar sem ekki verður kosið til stjórnar á x.piratar.is eins og hefð hefur verið fyrir, heldur fer kosningin fram á aðalfundinum sjálfum, er talið heppilegra að nota STV-aðferðina. Hún einfaldar talningu atkvæða þegar kosið er með þeim hætti og tryggir jafnframt hlutfallslega niðurstöðu.