Valgerður Árnadóttir
Varaþingmaður - Reykjavík norður
Valgerður hefur verið varaþingmaður Pírata frá árinu 2021, áður var hún varaborgarfulltrúi 2018-2022. Hjá Pírötum hefur hún gegnt störfum í stefnu- og málefnanefnd 2020-2022 og í framkvæmdaráði 2018-2020. Hún hefur verið í stjórn Samtaka grænkera á Íslandi síðan 2017 og er einnig talskona Hvalavina sem berjast gegn hvalveiðum Íslendinga og fyrir verndun hvala.
Valgerður er, innan flokks sem utan, ötul baráttukona fyrir umhverfis- og loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, málefnum fólks af erlendum uppruna og síðast en ekki síst fyrir réttindum dýra og dýravelferð
Hlutverk
Varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður
Þingseta: september 2022, desember 2023, febrúar 2024 og júní 2024.
Formaður Samtaka grænkera á Íslandi frá árinu 2020.
Talskona Hvalavina 2023-
Stjórnarmeðlimur hjá Orkubúi Vestfjarða síðan 2022
Menntun
Nemi í Stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
2002-2004 AP Hönnunartækni með innkaupastjórn sem sérfag - VIA University Denmark
1995-2000 Framhaldsskólanám hjá ýmsum framhaldsskólum í Reykjavík
2018-2022 Fjöldi námskeiða hjá ASÍ í vinnumarkaðsréttindum og því sem viðkemur kjarasamningum og trúnaðarstörfum.
2019 Réttlát umskipti með grænum áherslum - ITCILO ( Int.Training Center for ILO)
2011 Excellence training in sustainable sourcing- Ethical Fashion Forum London
1999-2000 Ljósmyndaskóli Reykjavíkur
Starfsferill
2023- Leiðbeinandi hjá Siðmennt
2018-2022 Teymisstjóri félagamála hjá Eflingu stéttarfélagi
2018-2022 Varaborgarfulltrúi Pírata
2013-2017 Innkaupastjóri hjá 66°Norður
2012-2013 Viðskiptastjóri Ennemm auglýsingastofa
2011-2012 Verkefnastjóri Andersen & Lauth
2010-2011 Framleiðslu- og söluustjóri 8045
2007-2010 Innkaupafulltrúi og birgðastjóri Sérvörusvið Haga
2004-2007 Deildarstjóri Next