Yfirlýsing um sameignlegt framboð í Reykjavík
[EN below]
Stjórn Pírata í Reykjavík hefur fundað þétt síðustu vikur með VG í Reykjavík og Vor til vinstri.
Hugmyndin að baki viðræðum síðustu vikna var sameiginlegt framboð þriggja hreyfinga í einn lista með áherslu á mannréttindi, velferð, félagshyggju og þjónustu við íbúa. Þannig væri hægt að mynda eitt sterkt, sameinað umbótaafl sem valkost fyrir Reykvíkinga í komandi borgarstjórnarkosningunum.
Eftir félagsfund VGR fengu Píratar óvænt skilaboð að viðræðum um sameiginlegt framboð væri lokið að svo stöddu en opnað var fyrir aðkomu Pírata síðar meir.
„Við komum inn í viðræður af heilum hug, enda eigum við margt sameiginlegt með VG og VtV. Við hefðum vilja halda samræðum sameiginlegs framboðs áfram en þökkum fyrir okkur í bili. Við sjáum möguleika á samstarfi milli nýs framboðs og Pírötum í borginni á grundvelli umbóta, lýðræðis og mannréttinda. Píratar eru mikilvæg rödd í pólitík með skýra sýn á þær breytingar sem við viljum sjá og á þá öflugu borg sem íbúar eiga skilið. Árangur okkar og samstarf í borginni síðustu árin er grundvöllur þess að við bjóðum Reykvíkingum áfram upp á Pírata sem valkost.“ - segir formaður Pírata, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns.
Píratar hafa boðað til félagsfundar nk. laugardag 24. janúar kl 15:00 á Hverfisgötu 39, Reykjavík, þar sem farið verður yfir framboðsmál og prófkjör í borginni.
———————
Statement on a joint candidacy in Reykjavík
In recent weeks, the board of the Pirate Party in Reykjavík has held discussions with the Left-Green Movement in Reykjavík (VGR) and Vor til vinstri (Left Spring). These conversations explored the possibility of a joint candidacy between the three political movements, based on shared values such as human rights, welfare, social responsibility, and public service.
The aim was to build a strong, united campaign and offer voters in Reykjavík a clear alternative in the upcoming municipal elections.
The Pirate Party was unexpectedly notified by VGR that discussions on a joint candidacy had concluded for the time being. While they remain open to future cooperation, a joint list will not move forward at this stage.
“We entered these discussions with optimism, as we have much in common with VG and VtV. Although we would have liked to continue the dialogue, we are grateful for the conversations that took place. We see opportunities for cooperation in the city going forward, based on reform, democracy, and human rights.
The Pirate Party remains an important political voice with a clear vision for the changes we want to see in Reykjavík— improvements to the vibrant city residents deserve. Our efforts in recent years have delivered significant benefits, and we want to continue building on that success by offering the Pirate Party as a strong and credible option in the upcoming elections.” - says Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Chairperson of the party.
Please join us for an informational meeting this Saturday, January 24th at 3:00 PM, at Hverfisgata 39, Reykjavík, where the upcoming elections, candidacy information and primaries in the city will be discussed.