Niðurstöður vinnufundaröð Pírata

Í vor héldu Píratar röð vinnustofa þar sem farið var yfir stefnumál, markmið, áskoranir og mögulegar lausnir fyrir framtíð Pírata og samfélagsins í heild. Nú hefur framkvæmdastjórn tekið saman allar niðurstöðurnar og býður á fund þar sem farið verið yfir niðurstöður og í kjölfarið umræða um næstu skref.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17:00–19:00 í Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík.

Dagskrá

1. Kynntar verða helstu niðurstöður úr vinnustofum sem haldnar voru á vordögum

2. Umræður

3. Kynntar hugmyndir að lagabreytingum varðandi innra starf Pírata

4. Umræður

Þetta er tækifæri til að sjá hvernig hugmyndir grasrótarinnar hafa verið unnar áfram, taka þátt í umræðum og hafa áhrif á áframhaldandi stefnumótun og innra starf flokksins.

Allir félagar og áhugasöm um stefnu og framtíð Pírata eru hjartanlega velkomin!

Næste
Næste

Framkvæmdastjórn stefnir að auka-aðalfundi á nýju ári