Félagsfundur 12. desember
Stefnu-og málnefnd Pírata boðar til almenns félagsfundar nú í kjölfar kosninga. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 12.desember kl. 19:00-21:00 á Hverfisgötu 39.
Þessi kosningabarátta var skemmtileg törn og reyndi á, en hún einkenndist af samheldni og vináttu sem við þurfum að viðhalda. Mikilvægt er að hittast, knúsast og spjalla um niðurstöðu kosninga í góðu tómi.
Boðið verður upp á heitt súkkulaði og aðra drykki.
Hlökkum til að sjá sem flest!
Kær kveðja, Stefnu- og málnefnd