Umhverfis- og loftslagsstefna Pírata 2024

Píratar hafa lengi státað sig af gríðarlega metnaðarfullri umhverfis- og loftslagsstefnu, því fyrir utan mikilvægi þess að afstýra loftslagsvánni vitum við að tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Hvort sem um ræðir nýsköpun, samgöngur, byggða- og efnahagsmál, landbúnað eða menntamál – í öllum kosningastefnum Pírata eru grænar aðgerðir í fyrirrúmi.

Hér er að finna umhverfis- og loftlagsstefnu Pírata fyrir alþingiskosningar 2024.

Umhverfis- og loftslagsstefna Pírata var metin sú besta í Sólinni fyrir kosningar 2021 og í tengslum við undirbúning kosningastefnu haustið 2024 voru gerðar lítilsháttar breytingar á stefnunni til að endurspegla þá þróun sem hefur orðið á undanförnum árum. Upphaflega stefnu og uppfærsluna er hægt að skoða hvora í sínu lagi í kosningakerfi Pírata, en hér er hægt að lesa þær saman á einum stað.


Forrige
Forrige

Félagsfundur 12. desember

Næste
Næste

Framboðslistar Pírata fyrir þingkosningar 2024