Alexandra Briem nýr oddviti Pírata í Reykjavík
Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna og mun Alexandra því leiða borgarstjórnarflokk Pírata sem nýr oddviti. Ferill Dóru Bjartar í Pírötum byrjaði 2016 og var frá upphafi virk í félagsstörfum, kosningagöngum og leiddi stefnugerð innan margra málefnaflokka. Dóra leiddi Unga Pírata og starfaði hún meðal annars fyrir Evrópuþingflokk Pírata. Síðan árið 2018 hefur Dóra gegnt hlutverki oddvita flokksins í borgarstjórn fyrir hönd Pírata. Við óskum Dóru Björt velfarnaðar á nýjum vettvangi og þökkum fyrir gott samstarf á liðnum árum. Borgarstjórnarflokkur Pírata mun eftir sem áður taka fullan þátt í sögulegu fimm flokka samstarfi núverandi meirihluta í Reykjavík.