Samþykkt að ganga til viðræðna
Af félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag.
Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026.
„Píratar eru rödd mannréttinda, lýðræðis og grænnar borgar. Við höfum gjörbylt þjónustu borgarinnar við íbúa og fært hana inn í nútímann svo eftir er tekið á alþjóðavísu. Við höfum framtíðina ávallt að leiðarljósi og ég er bæði spennt og fyllt vonar til þessara næstu skrefa í sögu Pírata í Reykjavík.“ segir formaður Pírata, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns.