Aldrei aftur er barátta - ekki bara frasi
Í dag er alþjóðlegur minningardagur helfararinnar. Við heiðrum minningu þeirra milljóna sem stjórn nasista tók af lífi: fólk flokkað sem „óæðri“.
Helförin var ekki slys eða óhjákvæmilegt stríðsbrölt heldur var hún niðurstaða kynþáttahaturs, öfgaþjóðernishyggju og óhefts ríkisvalds. Þegar við segjum „Aldrei aftur“ þá er það ekki tóm loforð heldur skuldbinding um að uppræta þau öfl sem gera slíkt mögulegt.
Fasismi og þjóðarmorð eru ekki sagnfræði heldur eru þau lifandi ógn okkar í dag. Við sjáum sömu afmennskun og kerfisbundna hatur endurtaka sig í nútímanum í Nakba-hörmungunum, í blóðbaðinu í Rúanda og í yfirstandandi þjóðarmorði á Gaza. Við sjáum pyntingar og mannréttindabrot í fangabúðum almennra borgara frá Bandaríkjunum til Ísraels.
„Aldrei aftur“ þýðir ekkert ef við horfum fram hjá því þegar sömu hörmungarnar gerast í rauntíma. Við samþykkjum ekki heimsmynd þar sem fólki er skipt í flokka eftir þjóðerni eða trú og mannréttindi takmörkuð. Fasismi í öllum sínum birtingarmyndum vex ekki í tómarúmi. Hann dafnar á þögn meirihlutans og undanlátssemi valdhafa.Barátta gegn þessum öflum krefst samstæðu við að rísa upp gegn hvers kyns kúgun áður en hún nær að festa rætur.
Aldrei aftur þýðir mótspyrna – alls staðar, alltaf.