Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingflokksformaður Pírata
Þingmaður - Suðvestur

Þórhildur Sunna er mannréttindalögfræðingur og þingmaður Pírata síðan 2016. Hún hefur sinnt skyldum þingflokksformanns Pírata síðan 2023.

Sunna hefur verið áberandi á alþjóðavettvangi vegna vinnu sinnar tengdri pólitískum föngum í Evrópu. Vorið 2024 fór Sunna t.a.m. á fund Julians Assange vegna skýrsluskrifa þar sem Sunna leggur mat á hvort Assange sé í raun póli­tísk­ur fangi og kæl­andi áhrif sem meðferðin á hon­um hafi gagn­vart tján­ing­ar­frelsi í Evr­ópu.

Hlutverk

  • Þingmaður

  • 2.varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar

  • Fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

  • Varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins

Menntun

  • Stúdentspróf FB 2007.

  • LL.B-próf (alþjóða- og Evrópulög) frá Háskólanum í Groningen, Hollandi, 2012.

  • LL.M-próf (mannréttindi og alþjóðlegur refsiréttur) frá Háskólanum í Utrecht, Hollandi, 2013.

Starfsferill

  • Starfsnemi hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu 2014.

  • Rannsóknarblaðamaður fyrir Kvennablaðið 2014–2016.

  • Fræðiskrif fyrir Snarrótina, samtök um borgaraleg réttindi, 2015–2016.

  • Fræðiskrif fyrir landssamtökin Geðhjálp frá 2016.

Tenglar