Gísli Rafn Ólafsson

Þingmaður Pírata - Suðvestur

Gísli Rafn hefur verið þingmaður Pírata síðan haustið 2021. Gísli Rafn er fæddur í Reykjavík 20. mars, 1969 en hefur búið stærstan hluta sinnar ævi í Kópavogi og Hafnarfirði. Gísli hefur starfað í tæknigeiranum í rúm 30 ár og tekið þátt í viðbrögðum við náttúruhamförum víða um heim síðustu 20 árin. Gísli Rafn er innblásinn af því að auka mannúð í stjórnmálum.

Gísli leggur áherslu á endurskoðun stjórnarskrár, bætt vinnubrögð á Alþingi, loftlagsmál, endurreisn efnahagskerfisins með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi, málefni hælisleitenda og útrýmingu fátæktar á Íslandi.

Hlutverk

  • Þingmaður

  • 1.varaformaður atvinnuveganefndar

  • Fulltrúi í þingmannanefnd Íslands og ESB

  • Áheyrnarfulltrúi í utanríkismálanefnd

Menntun

  • 2017- Mastersnám í þróunarfræðum HÍ

  • 2013-2017 Diplómanám í þróunarfræðum HÍ

  • 1991-1994 BS-próf í tölvunar- og efnafræði Kaupmannahafnarháskóli

  • 1989-1991 BS-próf í Efnafræði HÍ

  • 1984-1989 Stúdentspróf frá MK

Starfsferill

  • Forritari í hlutastarfi hjá Axel – hugbúnaði 1984–1991.

  • Forritari hjá Rank Xerox 1993–1994.

  • Forritari hjá Taugagreiningu 1994–1996.

  • Verkefnastjóri hjá Medtronic 1996–1998.

  • Yfirverkefnastjóri hjá Microsoft 1998–2001.

  • Tæknilegur ráðgjafi hjá IMG Capacent 2001–2002.

  • Framkvæmdastjóri Griðlands ehf. 2002–2003.

  • Stundakennari við HR 2001–2004.

  • Sölu- og markaðsstjóri hjá Microsoft á Íslandi 2003–2007.

  • Ráðgjafi ríkisstjórna og alþjóðastofnana í stafrænni umbyltingu hjá Microsoft 2007–2010.

  • Yfirmaður neyðarmála hjá NetHope 2010–2015.

  • Tæknistjóri hjá Beringer Finance 2015–2018.

  • Ráðgjafi hjá NetHope 2019.

  • Tæknistjóri hjá One Acre Fund 2019–2021.

  • Leiðbeinandi hjá Icelandic Startups í ýmsum viðskiptahröðlum 2014–.

  • Leiðbeinandi í viðskiptahraðlinum Snjallræði 2019–.

  • Leiðbeinandi og ráðgjafi hjá viðskiptahraðlinum Antler í Austur-Afríku 2019–.