Gísli Rafn Ólafsson
Þingmaður Pírata - Suðvestur
Gísli Rafn hefur verið þingmaður Pírata síðan haustið 2021. Gísli Rafn er fæddur í Reykjavík 20. mars, 1969 en hefur búið stærstan hluta sinnar ævi í Kópavogi og Hafnarfirði. Gísli hefur starfað í tæknigeiranum í rúm 30 ár og tekið þátt í viðbrögðum við náttúruhamförum víða um heim síðustu 20 árin. Gísli Rafn er innblásinn af því að auka mannúð í stjórnmálum.
Gísli leggur áherslu á endurskoðun stjórnarskrár, bætt vinnubrögð á Alþingi, loftlagsmál, endurreisn efnahagskerfisins með jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi, málefni hælisleitenda og útrýmingu fátæktar á Íslandi.
Hlutverk
Þingmaður
1.varaformaður atvinnuveganefndar
Fulltrúi í þingmannanefnd Íslands og ESB
Áheyrnarfulltrúi í utanríkismálanefnd
Menntun
2017- Mastersnám í þróunarfræðum HÍ
2013-2017 Diplómanám í þróunarfræðum HÍ
1991-1994 BS-próf í tölvunar- og efnafræði Kaupmannahafnarháskóli
1989-1991 BS-próf í Efnafræði HÍ
1984-1989 Stúdentspróf frá MK
Starfsferill
Forritari í hlutastarfi hjá Axel – hugbúnaði 1984–1991.
Forritari hjá Rank Xerox 1993–1994.
Forritari hjá Taugagreiningu 1994–1996.
Verkefnastjóri hjá Medtronic 1996–1998.
Yfirverkefnastjóri hjá Microsoft 1998–2001.
Tæknilegur ráðgjafi hjá IMG Capacent 2001–2002.
Framkvæmdastjóri Griðlands ehf. 2002–2003.
Stundakennari við HR 2001–2004.
Sölu- og markaðsstjóri hjá Microsoft á Íslandi 2003–2007.
Ráðgjafi ríkisstjórna og alþjóðastofnana í stafrænni umbyltingu hjá Microsoft 2007–2010.
Yfirmaður neyðarmála hjá NetHope 2010–2015.
Tæknistjóri hjá Beringer Finance 2015–2018.
Ráðgjafi hjá NetHope 2019.
Tæknistjóri hjá One Acre Fund 2019–2021.
Leiðbeinandi hjá Icelandic Startups í ýmsum viðskiptahröðlum 2014–.
Leiðbeinandi í viðskiptahraðlinum Snjallræði 2019–.
Leiðbeinandi og ráðgjafi hjá viðskiptahraðlinum Antler í Austur-Afríku 2019–.