Árni Pétur Árnason
Formaður Pírata í Kópavogi
Árni Pétur er formaður Pírata í Kópavogi og áheyrnarfulltrúi í Lista- og menningarráði Kópavogs. Hann situr sömuleiðis í Stefnu- og málefnanefnd Pírata og í stjórn Ungra Pírata. Árni er uppalinn Kópavogsbúi og brennur fyrir menningarmálum, sérstaklega hvernig menning stuðlar að gagnsærra samfélagi og betri lýðræðisdómgreind. Meðfram sagnfræðinámi vinnur hann sem bókavörður á Bókasafni Kópavogs og leikur á bassabásúnu með Lúðrasveit verkalýðsins. Hann er fæddur 2. janúar 2002 og deilir því afmælisdegi með Jóni Gnarr, fyrrum borgarstjóra.
Hlutverk
Formaður Pírata í Kópavogi
Nefndarmaður í Stefnu- og málefnanefnd
Stjórnarmaður í Ungum Pírötum
Áheyrnarfulltrúi í Lista- og menningarráði Kópavogs
Menntun
2020- BA í sagnfræði, Háskóli Íslands
Skiptinám við Humbolt-Universität zu Berlin í Berlín 2022-2023
2018-2021 Stúdentspróf frá fornmáladeild, Menntaskólinn í Reykjavík.
2018-2020 Ólokið nám til b-prófs í klassískum bassabásúnuleik, Menntaskóli í tónlist
Starfsferill
2023- Bókavörður, Bókasafn Kópavogs.
2023 Aðstoðarkennari í latínu, grísku og nýaldarsagnfræði, Háskóli Íslands.
2022 Aðstoðarmaður prófessora í sagnfræði, Háskóli Íslands.
2021 Einkakennari í latínu og málfræði, sjálfstætt starfandi.
2020-2021, Skjalavörður, Héraðsskjalasafn Kópavogs.
2016-2020 Kassastarfsmaður, Bónus Smáratorgi.