Verulegt bakslag hefur átt sér stað í hinsegin málaflokknum. Hatursorðræða færist í aukana, áreiti og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki heldur áfram og réttindi hinsegin fólks víða um heiminn eru í hættu. Hvernig getum við varið réttindi hinsegin fólks betur? Hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessu bakslagi? Ræðum þetta og fleiri tengd málefni á opnu málþingi Pírata um hinsegin mál. Niðurstöður þingsins verða notaðar til að móta hinsegin stefnu flokksins. Öll þau sem hafa áhuga á þessum málaflokki eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lækjargötuhúsið á Árbæjarsafni, Kistuhylur 110 Reykjavík.
Dagskrá:
13:00 - málþing sett
13:05 - pallborðsumræða
13:45 - hlé
14:00 - vinnustofur
14:30 - samantekt vinnustofa
14:35 - lokaorð/tengslamyndun (networking)
15:00 - málþingi slitið
Þátttakendur í pallborði eru:
Forsetaframbjóðandinn og prófessor í stjórnmálafræði Baldur Þórhallsson
Forseti og varaforseti Q Félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir.
Meðstjórnandi hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson
Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir
Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen.
Fundarstjóri er borgarráðsfulltrúi Pírata Alexandra Briem.
Skráðu þig á Facebook viðburðinn hér.