Tilkynning um lagabreytingu
Lagabreyting um kosningakafla og skyndikosningar í lögum Pírata var samþykkt. Lagabreytingartillagan fékk hraðmeðferð til að gera Pírötum kleift að takast á við þær aðstæður sem myndast þegar boðað er til þingkosninga með skömmum fyrirvara.
Hluti af lagabreytingarferli Pírata er að þessi lagabreyting fari núna í hefðbundna kosningu til staðfestingar. Sú kosning er þegar hafin og verður opin næstu vikuna í samræmi við lög Pírata.
Framkvæmdastjórn Pírata hefur skipað kjörstjórn, líkt og 16 gr. laganna heimilar þegar kemur að skyndilegu þingrofi.
Í kjörstjórn sitja:
Baldur Karl Magnússon (formaður)
Geir Guðmundsson
Phoenix Ramos Proppé
Varafulltrúar:
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
Huginn Þór Jóhannsson
Gamithra Marga
Kjörstjórn hefur samið prófkjörsreglur og skipulagt prófkjör í öllum kjördæmum sem fer fram næstu daga. Nánari upplýsingar um prófkjörið má finna hér.