Prófkjöri Pírata lýkur á morgun – tíma til að kjósa!
Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í prófkjöri Pírata! Klukkan tifar, því frestur til að kjósa rennur út kl. 16:00 á morgun, þriðjudaginn 22. október. Skráðir meðlimir Pírata geta kosið á x.piratar.is og því er um að gera að nýta þetta síðasta tækifæri til að hafa áhrif á framtíðarskipan frambjóðenda. Öll kjördæmi halda prófkjörin á sama tíma og er hægt að kjósa í öllum kjördæmum, óháð búsetu.
Í tilefni af lokum prófkjörsins munum við öll fagna á Petersen svítunni, Ingólfsstræti 2a. Fjörið hefst kl. 16:00 og úrslitin verða kynnt kl. 17:00.
Komdu, taktu þátt og fylgstu með spennunni þegar úrslitin ráðast!