Framboð óskast

Framboð óskast – Auka aðalfundur Pírata 29. nóvember 2025 🗳️✨

Auka aðalfundur Pírata verður haldinn laugardaginn 29. nóvember kl. 13:00–17:00 í Veislusmáranum, Sporhömrum 3, Grafarvogi. Fundinum verður streymt fyrir skráða fjarfundargesti.

📣 Framboð óskast í eftirfarandi embætti (skv. nýsamþykktum lögum Pírata – sjá: piratar.is/log-pirata):

  • Formaður Pírata – stýrir starfi stjórnar og er talsmaður félagsins út á við; tryggir gagnsæi og samráð.

  • Varaformaður Pírata – styður formann og sinnir formennsku eftir þörfum; þátttaka í stefnumótun og skipulagi.

  • Stjórn Pírata – ber sameiginlega ábyrgð á rekstri, stefnu og framtíðarsýn; styður starfsemi miðlægra eininga og ræktar samráð við grasrót.

  • Skoðunarmaður reikninga – rýnir ársreikninga og fjármál; tryggir faglegt og gagnsætt bókhald.

👥 Kjörgengi Hver sá sem hefur verið skráð(ur) í Pírata í minnst eitt ár er kjörgeng(ur) í öll embættin.

🗂️ Fyrirkomulag kosninga

  • Kjörstjórn tilkynnir nánara fyrirkomulag eigi síðar en 12. nóvember og sendir frekari upplýsingar á frambjóðendur.

  • Framboðsfrestur til formanns rennur út 22. nóvember. Kynning á frambjóðendum fer fram í kjölfar þess og verður auglýst sérstaklega.

  • Kosning til formanns hefst að lokinni kynningu og lýkur samkvæmt dagskrá aðalfundar.

  • Að lokinni niðurstöðu um formann er opnað fyrir framboð til varaformanns (þ.m.t. þeirra sem ekki hlutu kjör sem formaður).

  • Að loknu varaformannskjöri er gengið til kosninga um stjórn (þ.m.t. geta þau sem ekki hlutu kjör sem varaformaður boðið sig fram).

✉️ Hvernig býð ég mig fram? Sendu tölvupóst á kjorstjorn@piratar.is með: • Fullu nafni • Kennitölu • Hvaða embætti þú býður þig fram til • Stuttri kynningu og hagsmunaskráningu.

Tímasetningar

  • Framboð til formanns: berist í síðasta lagi 22. nóvember.

  • Framboð til varaformanns og stjórnar: samkvæmt dagskrá auka aðalfundar.

ℹ️ Athugið: Fyrri framboð standa, en öðrum áhugasömum gefst nú kostur á að bjóða sig fram í auglýst embætti.

📍 Staðsetning: Veislusmárinn, Sporhamrar 3, Grafarvogur. 🔗 Skráning á fund er nauðsynleg: https://forms.gle/ePrvyykdCKQDsLbf8 🎥 Streymi: Hlekkur sendur á skráða fjarfundargestu.


Næste
Næste

Auka-auka aðalfundur Pírata – 29. nóvember