Halldóra Mogensen

Þingmaður - Reykjavík norður

Pólitíkinni skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélags-breytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu svo við getum notað sköpunarkraftinn og haft þor til að prófa okkur áfram í takt við þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum.

Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna.

Hlutverk

  • Þingmaður

  • Nefndarmaður í Allsherjar- og menntamálanefnd

  • Formaður Framtíðarnefndar Alþingis

Menntun

  • Stundaði nám í fatahönnun og ítölsku við Scuola Lorenzo de' Medici í Flórens á Ítalíu 2002.

  • Stundaði nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands 2003.

Starfsferill

  • Starfaði við skipulagningu og sölu ferða hjá Íslenskum ferðamarkaði 2006–2007.

  • Rekstrarstjóri/deildarstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Íslenskum ferðamarkaði 2007–2012.

  • Ferðahönnuður hjá Iceland Encounter 2016.

Pistlar frá Halldóru Mogensen

Tenglar