Eva Sjöfn Helgadóttir

Varaþingmaður - Suðvestur

Eva Sjöfn er sálfræðingur að mennt og hefur verið varaþingmaður fyrir Pírata frá 2021. Velferðarmálin eru Evu hugleikin og leggur hún mikla áherslu á að styrkja þurfi geðheilbrigðismálin á Íslandi, m.a. með því að vinna markvisst að því að koma geðrækt inn í skólakerfið, og niðurgreiða sálfræðiþjónustu fyrir börn sem og fullorðna.

Gildin sem Eva stendur fyrir er meiri jöfnuður, uppræting spillingar og trygg framfærsla fyrir öll.

Hlutverk

  • Varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi síðan 2021

  • Þingseta: desember 2021, janúar 2022, mars 2022, apríl-maí 2022, maí 2022, september 2022, október 2022, nóvember 2022, janúar 2023, febrúar 2023, mars 2023, mars-apríl 2023, maí 2023. september 2023, nóvember 2023, mars 2024, maí 2024 og júní 2024


Menntun

  • Portúgalska. Skiptinám í Brasilíu, 2004.

  • Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands

  • Sálfræði HR, 2017.

Starfsferill

  • Sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg frá 2019

Pistlar frá Evu Sjöfn

Tenglar