Tilbage til Alle begivenheder

Sameiginlegur aðalfundur aðildafélaga

  • Bragginn 106 Nauthólsvegur Reykjavík, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (kort)

Aðalfundur Pírata í Reykjavík, Pírata í Kópavogi, Pírata í Suðvesturkjördæmi og Ungra Pírata 2024

Kæru Píratar,

Aðildarfélög Pírata í Reykjavík, Pírata í Kópavogi, Pírata í Suðvesturkjördæmi og Ungra Pírata boða til sameiginlegs aðalfundar 2024. Aðalfundurinn fer fram þann 21. september í Bragganum, Nauthólsvík. Fundurinn fer fram á íslensku.

Tillögur um lagabreytingar berist til piratar@piratar.is fyrir 14. september.

Opnað verður fyrir framboð í stjórnir félaganna á x.piratar.is eftir aðalfund móðurfélags Pírata þann 7. september n.k.

Hjá Pírötum í Kópavogi verður kosið í sæti fimm aðalmanna og fimm varamanna í stjórn félagsins til eins árs. Stjórn skiptir svo með sér verkum á fyrsta fundi.

Hjá Pírötum í Reykjavík verður kosið í sæti fimm aðalmanna og fimm varamanna í stjórn félagsins til eins ár. Sigurvegari kosninganna er formaður stjórnar.

Hjá Ungum Pírötum verður kosið í minnst fimm sæti stjórnarmanna. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.

Hjá Pírötum í Suðvesturkjördæmi verður kosið í þrjú til fimm sæti aðalmanna og þrjú sæti varamanna.


Drög að dagskrá eru birt hér með fyrirvara um breytingar:

14:00 Húsið opnar. Kaffi og léttar veitingar í boði.

14:15 Kosning fundarstjóra og fundarritara

14:20 Skýrslur stjórna lagðar fram

15:00 Reikningar lagðir fram til samþykktar

15:10 Lagabreytingar

15:40 Kynningar á frambjóðendum PíR

16:00 Kynningar á frambjóðendum PíK

16:20 Kynningar á frambjóðendum PSV

16:40 Kynningar á frambjóðendum UP

17:00 Opnað fyrir stjórnarkosningu

17:00 Kosning skoðunarmanna reikninga

Tveir hjá Pírötum í Kópavogi

Tveir hjá Pírötum í Reykjavík

17:15 Önnur mál

18:00 Niðurstöður kosninga og fundi slitið

Að loknum almennum fundarstörfum verða léttar veitingar og veigar í boði fyrir fundargesti

Forrige
Forrige
19. september

Opinn fundur - Grasrót

Næste
Næste
22. september

Prjón og Pólitík