10 ára afmælsimálþing Pírata í Reykjavík.
Viðburðurinn verður haldinn þann 30. ágúst kl 16 - 19:30 í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur.
Seinasta áratug hafa Píratar í Reykjavík verið í fararbroddi við að stuðla að gegnsæi, nýsköpun og lýðræði í samfélaginu. Þessi afmælishátíð markar því mikilvægan áfanga í vegferð Reykjavíkurborgar, þar sem við munum líta til baka yfir farinn veg ásamt því að horfa til framtíðar. Hlökkum til að sjá þig!
Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:
15.30 - 16.00 Húsið opnar og léttar kaffiveitingar í boði
16.00 - 16.05 Setning: Eva Pandora Baldursdóttir, formaður Pírata í Reykjavík.
16:05 - 16:15 Opnunarræða: Halldór Auðar Svansson, fyrsti borgarfulltrúi Pírata.
16.15 - 16.30 Niðurstöður rannsóknar um stöðu Pírata á Íslandi: Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði við Southampton háskóla.
16.40 - 16.50 Píratar sem dyggur samstarfsaðili í áratug: Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur.
-kaffipása-
17:00 - 17:20 Árangur Pírata í Reykjavík seinasta áratug: Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík
17.40 - 18.00 Pallborðsumræður: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Alexandra Briem, Magnús Davíð Norðdahl og Kristinn Jón Ólafsson, borgarfulltrúar Pírata.
Málþinginu lýkur með stuttri athöfn þar sem þau sem lagt hafa sitt af mörkum til árangurs síðasta áratugar verða heiðruð. Að lokum verður skálað og boðið upp á léttar veitingar undir ljúfri tónlist Hemúlsins og Sunnu Ben.