Indriði Ingi Stefánsson
Varaþingmaður - Suðvestur
Indriði er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi síðan 2021 og varabæjarfulltrúi í Kópavogi síðan 2022. Hann sinnir einnig varaformennsku í stefnu- og málefnanefnd Pírata.
Indriði er forritari með brennandi áhuga á að skapa betra samfélag. Þegar hann er ekki að sinna vinnunni eða pólitík gæti hann verið úti að hlaupa, hjóla eða vinna við viðhald á heimilinu - en líklegast er að hann sé að gera eitthvað skemmtlegt með strákunum sínum.
Hlutverk
Varaþingmaður síðan 2021
Varaformaður stefnu- og málefnanefndar Pírata
Varabæjarfulltrúi í Kópavogi síðan 2022
Nefndarmaður í Umhverfis og samgóngunefnd Kópavogs síðan 2018
Nefndarmaður í Jafnréttis og mannréttindaráðu Kópavogs síðan 2022
Menntun
Indriði er tölvunarfræðingur að mennt.
Starfsferill
Indriði hefur unnið hjá hinum ýmsu fyrirtækjumn í upplýsingatækni frá árinu 2000
Tölvunarfræðingur hjá Origo Ísland, 2018-2022.
Tölvunarfræðingur hjá Landsbankanum, 2007-2010