Sjávarútvegsstefna Pírata

Fiskitorfa

Sjálfbær framtíð í sjávarútvegi 

Sjávarútvegsmál eru meðal mikilvægustu hagsmunamála þjóðarinnar og nauðsynlegt er að ná breiðri sátt í þessum málaflokki. Tryggja þarf að þjóðin haldi eignarhaldi sínu á sjávarauðlindinni, sem hægt er að gera með því að samþykkja almennt auðlindaákvæði  í stjórnarskrá Íslands. Sjávarauðlindin er sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Enginn getur fengið fiskveiðiheimildir eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota, og aldrei má selja þær eða veðsetja. Þjóðin skal njóta sanngjarnrar auðlindarentu af sjávarauðlindinni.

Píratar vilja stuðla að sjálfbærum sjávarútveg með öflugum rannsóknum og eftirliti. Mikilvægt er að skýr skil séu á milli rannsókna á náttúruauðlindum, ákvarðana um nýtingu þeirra og eftirlits með framkvæmdinni. Fiskveiðistjórnun má ekki verða fórnarlamb úreltrar stjórnsýslu eða pólitískra átaka milli ráðuneyta. Píratar styðja fjölbreytt útgerðarform og sjávarútvegsfyrirtæki í stað samþjöppunar og einsleitni. Sjávarútvegur er grunnstoð byggðar um land allt og því ber okkur að standa vörð um lífríki hafsins.

Smábátar í höfn

Píratar ætla að

  • Tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar og sanngjarnt auðlindagjald til þjóðarinnar

  • Tryggja frjálsar handfæraveiðar og strandveiðar

  • Takmarka gildistíma veiðiheimilda og stuðla að jafnræði við úthlutun heimilda

  • Tryggja sjálfbærar veiðar með vísindalegri ráðgjöf

  • Banna hvalveiðar

  • Banna sjókvíaeldi í opnum sjókvíum

  • Banna olíuleit og olíuvinnslu í íslenskri landhelgi

  • Beita sér fyrir og alþjóðlegu banni gegn olíuleit og olíuvinnslu, námavinnslu á hafsbotni

  • Þrýsta á að norðurskautssvæðið njóti sérstakrar friðlýsingar

Snæviþakin fjöll við hafið

Jafnræði í aðgengi að tímabundnum fiskveiðiheimildum

Píratar munu tryggja jafnræði í aðgengi að tímabundnum fiskveiðiheimildum, nauðsynlega nýliðun í greininni í gegnum uppboð veiðiheimilda og frjálsar handfæraveiðar.

Tvær manneskjur í pínulitlum bát að veiða

Frjálsar handfæraveiðar og strandveiðar

Handfæraveiðar eru umhverfisvænar og fara vel með hafsbotninn. Þær skulu gerðar frjálsar til atvinnu öllum sem hana vilja stunda. Það skal gert undir eftirliti Hafrannsóknarstofnunar og í áföngum. Veiðigeta mun þannig takmarkast af tíðarfari og smæð báta. Píratar ætla að tryggja öllum handfærabátum, með fjórar rúllur, 48 daga á hverri strandveiðivertíð án stöðvunarheimildar.

Bláar marglyttur

Tryggja skal sjálfbærar veiðar með vísindalegri ráðgjöf

Koma þarf í veg fyrir pólitísk afskipti af rannsóknum, veiðiráðgjöf og eftirliti. Mikilvægt er að fleira en eitt ráðuneyti deili því valdi í sem fylgir slíkri vinnu. Stefna skal að rafvæðingu smábátaflotans við Íslandsstrendur.

Togari við bryggju

Gagnsæi í öllum störfum Hafrannsóknastofnunar

Mikilvægt er að gagnsæi sé í hávegum haft í öllum störfum Hafrannsóknarstofnunar og henni tryggt nægt fjármagn. Píratar vilja efla rannsóknir á veiðiaðferðum, veiðarfærum, ástandi hafsbotns og grunnslóð. Sérstaklega þarf að taka tillit til rannsókna á áhrifum fiskeldis, í opnum sjókvíum, á vistkerfi fjarða.

Hvalsporður upp úr sjó

Hvalveiðum skal hætt við strendur Íslands

Hvalir hafa margvísleg jákvæð áhrif á náttúruna. Neðansjárvistkerfið reiðir sig á tilveru þeirra og er jörðinni lífsnauðsynlegt. Hvalastofninn þjónar einnig mikilvægu hlutverki í baráttunni við hlýnun jarðar. Hvalveiðar eru gagnrýndar um allan heim og skaðar ímynd landsins með tilheyrandi neiðkvæðum efnahagslegum áhrifum. Píratar munu banna hvalveiðar.

Sjókví

Bann á opið sjókvíaeldi 

Til að vernda íslenskan laxastofn og koma í veg fyrir frekar mengun og eyðileggingu sjávarríkisins þarf að banna opið sjókvíaeldi. Fiskeldi í opnum sjókvíum hefur gríðarlega mengandi áhrif og slæmar afleiðingar fyrir náttúruna, lífiríki sjávar og vistkerfið í heild. Byggja þarf upp fjölbreytta atvinnustarfsemi í sjávarplássum, með áherslu á frumkvæði íbúa. Byggja þarf upp samfélagið á forsendum íbúanna.

Rautt skip við bryggju

Bann á olíuleit og tryggjum aukningu friðlýstra svæða

Skip sem leggjast við höfn á Íslandi skal tengja við íslenskt rafmagn svo þau brenni ekki svartolíu. Píratar munu fjölga friðlýstum svæðum og þjóðgörðum á hafi, til verndar hrygningarsvæðum og viðhalds líffræðilegrar fjölbreytni. Við verðum að vernda hafsbotninn gegn mannvirkjum og veiðarfærum sem geta valdið þar óafturkræfum spjöllum. Píratar ætla að banna olíuleit og olíuvinnslu í íslenskri landhelgi.