Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bæjarfulltrúi í Kópavogi
Ég fæddist 18. nóvember 1986 í Neskaupstað og sleit barnsskónum þar. Ég er gift Óttari Helga Einarssyni tölvunarfræðingi og við eigum þrjú börn; Egil Þór f. 2012, Freystein Pál f. 2016 og Margréti Lilju f. 2017. Í fríum þykir mér skemmtilegast að ferðast og njóta útiveru í náttúrunni. Mér finnst best að halda jól í sól en sumrunum vil ég verja á flakki um Ísland með tjald. Ég elska að borða góðan mat og best ef einhver annar eldar hann fyrir mig.
Hlutverk
Fulltrúi í velferðarráði, menntaráði og skipulagsráði Kópavogs,
Tengiliður minnihluta í bæjarstjórn í öldungaráði
Menntun
2017- MA í alþjóðasamskiptum, Háskóli Íslands
2013-2016 BA í alþjóðafræði, Universitetet i Oslo og Freie Universität Berlin
2009-2012 BA í heimspeki, Universitetet i Oslo
2004-2008 Stúdentspróf af náttúrufræðibraut, Menntaskólinn við Hamrahlíð
Starfsferill
2018- Borgarfulltrúi
2018 Aðstoðarkona fyrir fatlaðan mann
2010-2017 Leiðsögukona á Árbæjarsafni, Sumarhöllinni Oscarshall hjá Norsku konungshöllinni og fyrir Ibsensafnið í Osló
2017 Samskiptastarfsnemi, Skrifstofa Evrópuþingmannsins Julia Reda á Evrópuþinginu í Brussel í Belgíu
2015-2016 Framkvæmdastjóri, Stúdentaþing Oslóarháskóla
2012-2013 Grunnskólakennsla í Grefens skole, Osló
2009-2010 Leikskólastarfsmaður, Törtberg Kanvas barnehage í Osló
2008-2009 Hópstjóri, leikskólinn Laufásborg
2008 Leikari í Götuleikhúsi Hins hússins