Félagsgjöld 2023

Ágætu Píratar,

Nú er komið að því að tala um félagsgjöld. Félagsgjöld Pírata verða með öðru sniði í ár en áður hefur verið. Í stað þess að senda út  valgreiðsluseðla með fastri upphæð á alla félagsmenn höfum við ákveðið að innheimta félagsgjöldin í formi frjálsra framlaga. Með breyttu formi félagsgjalda fær félagsfólk þannig vald yfir hvort og hversu mikið það kýs að styrkja Pírata en jafnframt myndast kostnaðarhagræðing í rekstri Pírata. Félagsgjöldin eru mikilvægur þáttur í rekstri flokksins og við gerum því ákall til félaga að leggja okkur lið ef þau hafa getu til.

Þeim félagsmönnum sem hugnast að styrkja Pírata standa eftirfarandi möguleikar til boða:

  1. Mánaðarlegt framlag að frjálsri upphæð með Konto. Sjá https://piratar.is/styrkja-pirata/

  2. Stakt framlag að frjálsri upphæð með millifærslu á reikningsnúmer 0133-26-011913 kennitala 461212-0690

  3. Árlegt félagsgjald að frjálsri upphæð með kröfu sem birtist í netbanka skrá sig hér https://forms.gle/3PmgJpzZ4ZKxFNkc9

Vinsamlegast gætið að árlegu hámarki styrkja til stjórnmálaflokka sem er 550.000 kr. á ári. 


Kær kveðja og innilegar þakkir fyrir stuðninginn
Fyrir hönd framkvæmdastjórnar og fjármálaráðs,

Tinna Helgadóttir

Forrige
Forrige

Heiðarlegri stjórnmál á nýju ári

Næste
Næste

Aðalfundur Pírata 2023