Aðalfundur Pírata 2023

Ferfætlingar fengu að njóta sín á aðalfundi Pírata 2023.

Aðalfundur Pírata var haldinn þann 30. september á Kex Hostel. Fundurinn var vel sóttur og var dagskráin var með hefðbundnu sniði. 

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir hélt opnunarræðu sem setti tóninn fyrir daginn. Þar á eftir kynnti fjármálaráð ársreikning félagsins sem var samþykktur með fyrirvara um endurskoðun. Kynningar voru á Evrópskum Pírötum og Ungum Pírötum og fulltrúar borgar- og sveitarstjórna og þingflokks fóru yfir helstu störf liðins árs ásamt aðilum úr stefnu og málefnanefnd. 

Á aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun um stuðning við hinsegin samfélagið:

Aðalfundur Pírata lýsir yfir eindregnum stuðningi við hinsegin samfélagið á Íslandi. Samfélag þar sem öllum er frjálst að vera þau sjálf er forsenda lýðræðis, sem er Pírötum hjartans mál.Verulegt bakslag hefur orðið í virðingu fyrir sjálfsögðum mannréttindum hinsegin fólks og telja Píratar nauðsynlegt að ráðast í tafarlausar aðgerðir til þess að sporna gegn þessari þróun. Píratar hvetja forsætisráðherra eindregið til þess að setja aftur á dagskrá þingsins tillögu sína um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu sem því miður er ekki að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur. Öryggi og frelsi hinsegin fólks má ekki fórna í pólitískum hrossakaupum.

Orð geta verið öflugt vopn gegn jaðarsettu fólki, og því er brýnt að öll taki höndum saman til þess að koma í veg fyrir að orð séu notuð til þess að grafa undan öryggi fólks og mannréttindum. Þetta er ekki einungis á ábyrgð stjórnvalda, heldur einnig fjölmiðla sem kunna að veita þessari vonsku vettvang. Píratar hvetja fjölmiðla til þess að tryggja að hvorki rangfærslum né hræðsluáróðri um hinsegin fólk sé dreift á þeirra miðlum.

Mikilvægi hinseginfræðslu til þess að sporna gegn fordómum og hatri ber að undirstrika sérstaklega. Öll börn óháð kynvitund, kynhneigð eða kyntjáningu eiga rétt á því að læra um sig sjálf. Uppræting fordóma er lykilatriði í því að mynda friðsamari heild þar sem allir einstaklingar geta blómstrað og verið þau sjálf án nokkurs ótta. Því fyrr sem við getum komið í veg fyrir fordóma, því betra.

Opið var fyrir framboð í embætti í stjórnir og nefndir en kosning fór fram viku síðar. Frambjóðendur kynntu sig og lauk fundinum með flottu peppi frá Völu Árnadóttur. 

Kosið var í 3 sæti í stefnu- og málefnanefnd

Árni Pétur Árnason

Indriði Ingi Stefánsson, endurkjörinn

Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir

Derek Terell Allen - heldur áfram á sínu seinna ári

Phoenix Jessica Ramos - heldur áfram á sínu seinna ári

2 sæti í fjármálaráði

Álfheiður Eymarsdóttir

Haukur Viðar Alfreðsson

Tinna Helgadóttir - heldur áfram á sínu seinna ári

2 sæti í úrskurðarnefnd

Helgi Hrafn Gunnarsson

Kjartan Sveinn Guðmundsson

Skoðunarmenn reikninga

Indriði Stefánsson

Kristján gísli Stefánsson

Í trúnaðarráð voru skipuð

Elísabet Kjárr

Guðni Öfjörð

Aðilar í framkvæmdastjórn Pírata sitja áfram sitt seinna ár

Atli Stefán Yngvason formaður

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson ritari

Tinna Helgadóttir gjaldkeri

Hér er að finna fundargerð í PDF.

Forrige
Forrige

Félagsgjöld 2023

Næste
Næste

Píratar í Kópavogi álykta um lýðræðisvitund og málefni innflytjenda