Dóra Björt Guðjónsdóttir

Oddviti Pírata í Reykjavíkurborg

Dóra Björt er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og formaður umhverfis- og skiplagsráðs Reykjavíkur. Dóra Björt er fædd í Reykjavík á kvenréttindadaginn 19. júní 1988. Dóra Björt er innblásin af grunnstefnu Pírata og það er metnaður hennar að gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegri stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg.

Hlutverk

  • Stjórn Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna

  • Vestnorræni höfuðborgasjóðurinn, stjórn

  • Fulltrúi í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

  • Fulltrúi í borgarráði

  • Formaður í umhverfis- og skipulagsráði


Menntun

  • 2017- MA í alþjóðasamskiptum, Háskóli Íslands

  • 2013-2016 BA í alþjóðafræði, Universitetet i Oslo og Freie Universität Berlin

  • 2009-2012 BA í heimspeki, Universitetet i Oslo

  • 2004-2008 Stúdentspróf af náttúrufræðibraut, Menntaskólinn við Hamrahlíð

Starfsferill

  • 2018- Borgarfulltrúi

  • 2018 Aðstoðarkona fyrir fatlaðan mann

  • 2010-2017 Leiðsögukona á Árbæjarsafni, Sumarhöllinni Oscarshall hjá Norsku konungshöllinni og fyrir Ibsensafnið í Osló

  • 2017 Samskiptastarfsnemi, Skrifstofa Evrópuþingmannsins Julia Reda á Evrópuþinginu í Brussel í Belgíu

  • 2015-2016 Framkvæmdastjóri, Stúdentaþing Oslóarháskóla

  • 2012-2013 Grunnskólakennsla í Grefens skole, Osló

  • 2009-2010 Leikskólastarfsmaður, Törtberg Kanvas barnehage í Osló

  • 2008-2009 Hópstjóri, leikskólinn Laufásborg

  • 2008 Leikari í Götuleikhúsi Hins hússins

Pistlar frá Dóru Björt

Ítarefni og tenglar