Píratar XP

Kosningaáherslur Pírata 2021

Nýja stjórnarskráin, auðvitað

Nýja stjórnarskrá sem grundvallast á tillögum stjórnlagaráðs á næsta kjörtímabili.

Umhverfis- og loftslagshugsun

Píratar eru tilbúnir í þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að byggja upp græna og sjálfbæra framtíð.

Virkar varnir gegn spillingu

Spilling í formi frændhygli, sérhagsmunagæslu og greiðasemi kostar samfélagið okkar háar fjárhæðir á hverju ári

Róttækar breytingar í sjávarútvegi

Píratar líta á sjávarauðlindina sem sameiginlega og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar.

Efnahagskerfi 21. aldarinnar

Píratar tala fyrir hugmyndafræði í efnahagsmálum, sem vefur saman samfélag og náttúru þannig að hagkerfið taki tillit til fleiri þátta en þeirra sem eru með verðmiða.

Velsældarsamfélagið

Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla. Til að ná því markmiði verðum við að starfa með vellíðan, jafnvægi og hagsæld frekar en hagvöxt að leiðarljósi. Loftslagskrísan og vaxandi ójöfnuður kalla á róttækar samfélagsbreytingar. Framtíðin getur ekki snúist um auðsöfnun og síaukna neyslu. Hún þarf að snúast um tilgang og réttláta og sjálfbæra velmegun

Kosningastefnuskrá Pírata

Stefnuskrá Pírata til alþingiskosninga 2021 í heild sinni.

X
X