Kosningar

Dagatal

Kynningarkvöld frambjóðenda

Notaðu punktana á tímalínunni til þess að fara í mismunandi kafla. Hægt er að sjá alla kaflana og frambjóðendur með því að ýta á þriggja línu táknið hægra megin í spilaranum.

Kynningarfundir (kaflaskipt myndönd)

Ertu með hugmynd?

Upplýsingar

Hvenær fara prófkjörin fram?

  • 9. janúar – Opnað fyrir skráningar til framboðs
  • 3. mars – Lokað fyrir skráningum til framboðs
  • 3. mars – Kosningar hefjast á x.piratar.is
  • 13. mars – Kosningum í prófkjörum Pírata lýkur og úrslit kynnt.

Að bjóða sig fram?

Allir meðlimir Pírata sem hafa kosningarétt í næstu alþingiskosningum geta boðið sig fram í prófkjörum Pírata, hvar sem er á landinu. Gerast meðlimur Pírata: piratar.is/skraning

ATH: Nýliðar sem vilja kjósa í þessum prófkjörum þurfa að hafa skráð sig í Pírata fyrir 13. febrúar 2021.

Hvar get ég nálgast prófkjörsreglur kjördæma?

Samþykktar reglur um prófkjör í hverju kjördæmi má finna undir flipanum prófkjörsreglur hér á síðunni. *Í prófkjörsreglum Norðvesturkjördæmis eru ákvæði um staðfestingarkosningu. Ef til hennar kæmi liggja úrslit fyrir þann 20. mars 2021.

Að greiða atkvæði í prófkjörunum?

Skráðir meðlimir Pírata öðlast atkvæðisrétt í prófkjöri 30 dögum eftir skráningu. Alla jafna skal viðkomandi einnig vera skráður í aðildarfélag í viðkomandi kjördæmi. Þess ber að geta að sameiginlegt prófkjör verður í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Skráning í Pírata er hægt að gera á kosningavef Pírata x.piratar.is

Leiðbeiningar um skráningarferlið má finna hér: piratar.is/skraning

Frekari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá með því að senda tölvupóst á kosningastjórn. kosningastjorn@piratar.is

Persónuverndarfyrirvari

Til að geta haldið utan um framboð félagsfólk biðja kjördæmafélög Pírata um að þeir sendi tölvupóst með yfirlýsingu um framboð. Tengiliðaupplýsingar frambjóðenda eru notaðar til þess að eiga samskipti við frambjóðendur í prófkjöri, m.a. til þess að upplýsa frambjóðendur um kynningarfundi og aðra atburði sem skipulagðir eru í aðdraganda prófkjörs.

Í síðasta lagi 3 mánuðum eftir að prófkjöri lýkur mun tölvupóstum með persónuupplýsingum frambjóðenda vera eytt. Frambjóðandi getur beðið um að tölvupósti verði eytt fyrr. Kjördæmafélög munu þau nýta tengiliða upplýsingar þeirra sem lenda í 1-5. sæti prófkjöranna til þess að kalla eftir frekari upplýsingum.

Frambjóðandi setur inn þær upplýsingar sem hann telur nauðsynlegar vegna framboðs síns í prófíl á x.piratar.is. Frambjóðandi ber sjálfur ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar koma fram. Við bendum á það að ef frambjóðandi vill ekki að upplýsingar séu aðgengilegar á prófíl á x.piratar.is að prófkjöri loknu er það á ábyrgð viðkomandi að fjarlægja þær.

Upplýsingar á x.piratar.is eru einungis aðgengilegar þeim sem hafa aðgengi að x.piratar.is, þó er ekki unnt að koma í veg fyrir að upplýsingar sem eru birtar þar komist í opinbera dreifingu.  Kjördæmafélög gætu notað myndir af x.piratar.is fyrir kynningar á frambjóðendum. Biðjum við frambjóðendur um að láta vita ef þau vilja EKKI að upplýsingar á x.piratar.is verði notaðar af kjördæmafélögum í aðdraganda prófkjörs til kynningar á frambjóðendum.

Að prófkjörum loknum munu sum kjördæmafélög birta tölfræði úr prófkjörunum. Það er gert til þess að tryggja gagnsæi í kosningum. Kerfisstjórar Pírata hverju sinni hafa aðgang að hýsingarvél kosningakerfisins til þess að lagfæra megi bilanir, uppfæra stýrikerfi, gagnagrunna og hugbúnað.

Á meðan á kosningum stendur eru atkvæði geymd persónugreinanleg í gagnagrunni en er eytt að kosningum loknum. Nánari tæknilegar upplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga finnast í notendaskilmálum kosningakerfisins.

X
X