Svæðisbundna aðildarfélagið Píratar í Reykjavík ber meðal annars ábyrgð á framboðum í nafni Pírata á sveitarstjórnarstigi í Reykjavík og til þingkosninga. Félagið er opið öllum sem verða 16 ára á árinu og eldri sem eru með lögheimili eða fasta búsetu í Reykjavík.
Fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru þær Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Varafulltrúar eru þær Alexandra Briem og Rannveig Ernudóttir.