Stjórnmálasmiðja Ungra Pírata

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Stjórnmálasmiðja Ungra Pírata

February 4 @ 00:00 - 20:00

Laugardaginn 4. febrúar verður Stjórnmálasmiðja Ungra Pírata haldin. Dagskráin er metnaðarfull og glæsileg og mun lærdómurinn koma sér vel í starfi Pírata sem og lífinu öllu.

Á dagskrá er:

– Ræðunámskeið með Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur Morfískempu og dagskrárgerðarkonu á Rás 2

– Alþingi 101 með Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata

– Kynning á hugmyndafræði stjórnmálanna með Huldu Þórisdóttur dósent við HÍ

– Nýliðastund Pírata með Bergþóri Þórðarsyni þar sem starfið verður kynnt og útskýrt

– Málefnastarf þar sem lagður verður grunnur að pólitískum stefnum Ungra Pírata.

ATH! Það er takmarkað pláss svo vinsamlegast skráðu þig til að vera viss um að geta tekið þátt. Skráningareyðublað finnurðu hér.

Eftir Stjórnmálasmiðjuna verður gleðskapur til að fagna góðum degi eitthvað fram eftir kvöldi. Hressing í boði yfir daginn og pizza eftir að dagskrá líkur.

Píratar úti á landi sem sameinast í bíla til að mæta geta fengið bílastyrk. Við getum aðstoðað við að finna gistipláss. Endilega hafið samband varðandi þetta.


Við hlökkum til að byggja framtíð UP, Pírata og landsins með þér!

Kveðja frá stjórn Ungra Pírata

Details

Date:
February 4
Time:
00:00 - 20:00
Event Category:

Organizer

Ungir Píratar

Venue

Tortuga – niðri
Síðumúla 23, Selmúlmegin
Reykjavík, 108 Iceland
+ Google Map
Phone:
546-2000