Úrslitateiti prófkjörs Pírata (hluti 2)

lau20mar15:45lau16:3015:45 - 16:30 Úrslitateiti prófkjörs Pírata (hluti 2)Úrslit í Norðvestur og Norðausturkjördæmi

Hvenær

(Laugardagur) 15:45 - 16:30

Netviðburður

Viðburði er lokið!

Upplýsingar

Ástkæru Píratar, vinir og óvinir nær og fjær. LOKA úrslitateiti prófkjörs Pírata verður haldið næstkomandi laugardag og ykkur er öllum boðið að taka þátt í gleðinni.

Prófkjörum Pirata í Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi lauk sl. helgi og getum við státað af glæsilegum framboðslistum í þessum kjördæmum. Ekki náðist 100 atkvæða markið í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi og eru listarnir því opnir fyrir félagsfólk um allt land að kjósa í prófkjöri kjördæmanna til 20. mars. kl 16:00. Í ljósi þróun mála hvað varðar útbreiðslu Covid-19 veirunnar verður prófkjörsteitið rafrænt og sent út í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum Pírata í bland við heimili frambjóðenda. Þegar úrslitin hafa verið kynnt fáum við að heyra hljóðið í nýkjörnum oddvitum og skála fyrir niðurstöðunum. Komið fagnandi.

Aðildarfélag

Píratar

546-2000 Síðumúli 23, 108 Reykjavík

Learn More