Pírataþing

sun03apr14:00sun17:0014:00 - 17:00 PírataþingSveitarstjórnarkosningar

Hvenær

(Sunnudagur) 14:00 - 17:00

Upplýsingar

Sunnudaginn 3. apríl býður Stefnu- og málefnanefnd upp á Pírataþing fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þar munu fulltrúar allra framboða á vegum Pírata halda stutta kynningu um málefnastarfið sem fram hefur farið á þeirra vegum undanfarnar vikur og skoða árangurinn.

Um hvað munu þessar kosningar snúast?
Hvaða mál verða í fremstu víglínu hjá Pírötum í hverju sveitarfélagi?


Við skoðum þetta allt og reyndar líka fullt af smærri, en engu að síður mikilvægum, málum. Vert er þó að taka fram að þessi fundur mun ekki taka ákvarðanir um eitt eða neitt, aðeins er um að ræða kynningar á stefnumálum sem mörg hver eru enn í vinnslu. Hver veit nema einhver hugmynd sé svo góð að hún verði tekin upp annars staðar líka?Einnig mun framkvæmdastjórn Pírata kynna niðurstöður reynslugreiningafunda sem haldnir voru í kjölfar síðustu kosninga. Þar verður farið stuttlega yfir framkvæmd kosningabaráttunnar með fókus á það sem við getum gert betur í kosningabaráttunni sem nú er að hefjast.

Pírataþing 2022 fer fram í Tortuga, Síðumúla 23, sunnudaginn 3. apríl frá kl. 14-17. Kaffi og meððí á fundinum sjálfum, matur og drykkur að fundi loknum. Og auðvitað verðum við líka með fjarfund í gangi allan tímann.

Aðildarfélag

Píratar

546-2000 Síðumúli 23, 108 Reykjavík

Learn More