Málefnafundur um Nýja Stjórnarskrá

þri23mar17:00þri19:0017:00 - 19:00 Málefnafundur um Nýja Stjórnarskrá

Hvenær

(þriðjudagur) 17:00 - 19:00

Netviðburður

Viðburði er lokið!

Upplýsingar

Málefnahópur Pírata um nýju stjórnarskrána boðar til málefnafundar um kosningastefnu Pírata um næstu skref í stjórnarskrármálum.
Á fundinum viljum við taka til umræðu nokkra valkosti þegar kemur að þeirri kosningastefnu og fá fram skoðanir félagsfólks Pírata á þeim. Það verður ekki kosið á fundinum, heldur mun málefnahópurinn nýta umræðurnar inn í vinnu sína við drög að kosningastefnu Pírata í málaflokkinum, sem verða lögð fyrir frekari umræðu, vinnu og kosningu á næsta Pírataþingi.
Núgildandi stefna Pírata í stjórnarskrármálum er frá því fyrir kosningarnar haustið 2016 (sjá hér: https://x.piratar.is/polity/1/issue/309/) og því er tímabært að ræða hvort og hvernig við viljum uppfæra hana. Dagskrá fundarins mun hverfast um eftirfarandi spurningar, eftir því sem tími og þróun umræðna leyfa:
1) Hvað eiga Píratar að leggja mesta áherslu á varðandi nýju stjórnarskrána í kosningastefnu flokksins?
2) Hvernig eiga Píratar að tryggja að ný stjórnarskrá verði innleidd á næsta tímabili?
3) Viljum við innleiða nýju stjórnarskrána eins og hún birtist í nýlegu frumvarpi Pírata og Samfylkingar eða í einhverri annarri mynd? Sjá: https://www.althingi.is/altext/151/s/0026.html
4) Erum við opin fyrir því að breyta stjórnarskránni í nokkrum hlutum? Þetta á sérstaklega við ef breytingartillaga Pírata o.fl. verður samþykkt á þessu þingi, þannig að hægt sé að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing.
5) Viljum við hafa frekara samráð við almenning um lyktir ferlisins á kjörtímabilinu? T.d með því að halda borgarafundi eða rökræðukannanir?
6) Viljum við kalla Stjórnlagaráð aftur saman til að fara yfir breytingar sem hafa verið gerðar á frumvarpinu síðan það lauk störfum og gefa álit sitt á þeim?
7) Viljum við láta kjósa til nýs Stjórnlagaþings?
8) Viljum við boða aðra þjóðaratkvæðagreiðslu til að staðfesta endanlegt frumvarp að nýrri stjórnarskrá, t.d. samhliða þarnæstu alþingiskosningum?
9) Viljum við innleiða í nýja stjórnarskrá ákvæði um stjórnlagaþing, sem skuli endurskoða stjórnarskrána með (ó)reglulegu millibili?

Ábyrgðarmaður: Viktor Orri Valgarðsson