Kosningar 22: KICKOFF Nýsköpun og stafræn umbreyting pallborð

mán31jan20:00mán20:4520:00 - 20:45 Kosningar 22: KICKOFF Nýsköpun og stafræn umbreyting pallborðStefnumótun um nýsköpun og stafræna umbreytingu

Hvenær

(Mánudagur) 20:00 - 20:45

Kosningar 22 beint streymi

Netviðburður

Viðburði er lokið!

Dagskrá

    • 31/01/2022
    • 20:00 Pallborðsumræður og Spurt og Svarað20:00 - 20:45Pallborðsumræður og spurt og svarað frá áhorfendum, streymt á piratar.tvFramsögufólk: Edda Konráðsdóttir, Óli Páll Geirsson

    • 21:00 Vinnufundur og yfirferð á stefnum21:00 - 22:00Seinni hluti er haldinn í fjarfundi á https://fundir.piratar.is/stefnumotunpirata

Framsögufólk

  • Edda Konráðsdóttir

    Edda Konráðsdóttir

    Stofnandi Nýsköpunarvikunnar

    Edda Konráðsdóttir hefur starfað innan íslenska nýsköpunarsamfélagsins síðan 2015 í hinum ýmsu verkefnum. Hún starfar í dag hjá Foobar, family office fjárfestingasjóði Davíðs Helgasonar með fókus á loftslagsmál og er einnig meðstofnandi og COO hjá Iceland Innovation Week (Nýsköpunarvikunni). Hún rekur einnig sitt eigið ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn ásamt því að hafa kennt nýsköpunarnám við Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í hjáverkum síðustu ár.

    Hún starfaði í 5 ár hjá Icelandic Startups, vann þar náið með frumkvöðlum, fjárfestum, hinu opinbera og stýrði m.a. tæknihraðlinum Startup Reykjavík og Gullegginu. Þar að auki hefur hún stýrt mörgum alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum á borð við Norræn hakkaþon, tæknihraðal í San Francisco og sendiferðir Norrænna sprotafyrirtækja á helstu tækniráðstefnur heims.
    Menntuð með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

    Stofnandi Nýsköpunarvikunnar

  • Gísli Rafn Ólafsson

    Gísli Rafn Ólafsson

    Þingmaður Pírata

    Fundarstjóri

    Þingmaður Pírata

  • Óli Páll Geirsson

    Óli Páll Geirsson

    Gagnasérfræðingur hjá Lucinity

    Óli Páll er doktor í tölfræði og leiðir gagnavísindateymi Lucinity sem VP of Data Science. Teymið hefur það hlutverk að þróa gervigreindarlíkön og aðferðir sem auðvelda fjármálafyrirtækjum til að taka gagnadrifnar og áhrifaríkar ákvarðanir í baráttunni gegn peningaþvætti. Óli Páll starfaði áður sem gagnastjóri Reykjavíkurborgar á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar byggði hann upp og leiddi skrifstofu gagnaþjónustu en hún styður við gagnadrifna ákvörðunartöku innan borgarinnar og skapar virði úr gögnum hennar. Hann sat einnig í framkvæmdastjórn sviðsins og í aðgerðastjórn stafrænna umbreytinga hjá borginni. Þar áður var Óli Páll sérfræðingur í gagnavísindum hjá Landsbankanum. Hann er með doktorsgráðu í tölfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá sama skóla. Samhliða störfum sínum starfar Óli Páll sem aðjúnkt í tölfræði við Háskóla Íslands.

    Í þessum fyrirlestri ætlar Óli Páll að segja okkur frá hvernig gagnadrifinn rekstur og hagnýting gagna spila lykilhlutverk í rekstri og stafrænni umbreytingu fyrirtækja og opinberra stofnnana.

    Gagnasérfræðingur hjá Lucinity

Upplýsingar

Hvað?

Kickoff fyrir stefnumótun um málefni nýsköpunar, gagnsæis og stafrænnar umbreytingarHvenær? Mánudaginn 31. janúar kl. 20 í á https://piratar.tv og svo í fjarfundi.

Fundurinn verður tvískiptur. Frá kl. 20-20.45 er opinn viðburður með sérfræðingum í pallborði sem þekkja vel til þessara málaflokka. Eftir hlé verður yfirferð yfir stöðuna í núverandi stefnum og hafin vinna við næstu stefnu.

Erindi halda:

  • Óli Páll Geirsson | Gagnasérfræðingur hjá upplýsinga- og fjártæknifyrirtækinu Lucinity og fyrrum gagnastjóri Reykjavíkurborgar.
  • Edda Konráðsdóttir | Stofnandi Nýsköpunarvikunnar og sérfræðingur í viðskiptaþróun sprotafyrirtækja.
  • Fundarstjóri er Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.

Stefnumótunarfundir verða um þessi málefni bæði mánudaginn 31. janúar og svo miðvikudaginn 2. febrúar kl. 20

================

Almennt um vinnuna:

Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur verið í bígerð síðan fyrir jól í vinnulotum á stefnumótunarfundum að jafnaði tvisvar í viku.

Hingað til hafa fyrstu drög verið kláruð að velferðarstefnu og barnastefnu sem eru nú í umsagnarferli á spjall.piratar.is. Í kjölfarið verða umsagnir teknar fyrir og stefnur unnar áfram áður en þær fara í samþykktarferli.

Unnið er að ákveðnum stefnugrunni í sameiningu sem þau svæðisfélög geta nýtt sér sem vilja, sem hægt er að staðfæra í kjölfarið eins og við á. Það er algjörlega á forræði einstakra félaga að ákveða hvort og hvernig er tekið þátt í þessu ferli en hér með er boðið upp á þetta ferli til að styðja við vinnuna.

Ertu með góða hugmynd fyrir stefnumótun? Taktu þátt með því að mæta á fundi eða sentu inn þína hugmynd í hugmyndakassann hér að neðan.

Hægt er að að skrá sig á tengiliðalista fyrir málaflokka og fá sendar upplýsingar og áminningar um stefnumótunarfundarhöld þeim tengdum og senda inn hugmyndir í hugmyndakassann hér: https://forms.gle/xG8jL7hsEKTTuuip7

Aðildarfélag

Píratar

546-2000 Síðumúli 23, 108 Reykjavík

Learn More