Viðburði er lokið!
PO box 8111 | Síðumúli 23 108 RVK
(Mánudagur) 20:00 - 20:45
RUN
Viðburði er lokið!
20:00 Pallborðsumræður og Spurt og Svarað20:00 - 20:45Pallborðsumræður og spurt og svarað frá áhorfendum, streymt á piratar.tvFramsögufólk: Edda Konráðsdóttir, Óli Páll Geirsson
21:00 Vinnufundur og yfirferð á stefnum21:00 - 22:00Seinni hluti er haldinn í fjarfundi á https://fundir.piratar.is/stefnumotunpirata
Stofnandi Nýsköpunarvikunnar
Edda Konráðsdóttir hefur starfað innan íslenska nýsköpunarsamfélagsins síðan 2015 í hinum ýmsu verkefnum. Hún starfar í dag hjá Foobar, family office fjárfestingasjóði Davíðs Helgasonar með fókus á loftslagsmál og er einnig meðstofnandi og COO hjá Iceland Innovation Week (Nýsköpunarvikunni). Hún rekur einnig sitt eigið ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn ásamt því að hafa kennt nýsköpunarnám við Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í hjáverkum síðustu ár.
Hún starfaði í 5 ár hjá Icelandic Startups, vann þar náið með frumkvöðlum, fjárfestum, hinu opinbera og stýrði m.a. tæknihraðlinum Startup Reykjavík og Gullegginu. Þar að auki hefur hún stýrt mörgum alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum á borð við Norræn hakkaþon, tæknihraðal í San Francisco og sendiferðir Norrænna sprotafyrirtækja á helstu tækniráðstefnur heims.
Menntuð með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Stofnandi Nýsköpunarvikunnar
Þingmaður Pírata
Gagnasérfræðingur hjá Lucinity
Óli Páll er doktor í tölfræði og leiðir gagnavísindateymi Lucinity sem VP of Data Science. Teymið hefur það hlutverk að þróa gervigreindarlíkön og aðferðir sem auðvelda fjármálafyrirtækjum til að taka gagnadrifnar og áhrifaríkar ákvarðanir í baráttunni gegn peningaþvætti. Óli Páll starfaði áður sem gagnastjóri Reykjavíkurborgar á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar byggði hann upp og leiddi skrifstofu gagnaþjónustu en hún styður við gagnadrifna ákvörðunartöku innan borgarinnar og skapar virði úr gögnum hennar. Hann sat einnig í framkvæmdastjórn sviðsins og í aðgerðastjórn stafrænna umbreytinga hjá borginni. Þar áður var Óli Páll sérfræðingur í gagnavísindum hjá Landsbankanum. Hann er með doktorsgráðu í tölfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá sama skóla. Samhliða störfum sínum starfar Óli Páll sem aðjúnkt í tölfræði við Háskóla Íslands.
Í þessum fyrirlestri ætlar Óli Páll að segja okkur frá hvernig gagnadrifinn rekstur og hagnýting gagna spila lykilhlutverk í rekstri og stafrænni umbreytingu fyrirtækja og opinberra stofnnana.
Gagnasérfræðingur hjá Lucinity
Hvað? Kickoff fyrir stefnumótun um málefni nýsköpunar, gagnsæis og stafrænnar umbreytingarHvenær? Mánudaginn 31. janúar kl. 20 í á https://piratar.tv og svo
Kickoff fyrir stefnumótun um málefni nýsköpunar, gagnsæis og stafrænnar umbreytingarHvenær? Mánudaginn 31. janúar kl. 20 í á https://piratar.tv og svo í fjarfundi.
Fundurinn verður tvískiptur. Frá kl. 20-20.45 er opinn viðburður með sérfræðingum í pallborði sem þekkja vel til þessara málaflokka. Eftir hlé verður yfirferð yfir stöðuna í núverandi stefnum og hafin vinna við næstu stefnu.
Stefnumótunarfundir verða um þessi málefni bæði mánudaginn 31. janúar og svo miðvikudaginn 2. febrúar kl. 20
================
Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur verið í bígerð síðan fyrir jól í vinnulotum á stefnumótunarfundum að jafnaði tvisvar í viku.
Hingað til hafa fyrstu drög verið kláruð að velferðarstefnu og barnastefnu sem eru nú í umsagnarferli á spjall.piratar.is. Í kjölfarið verða umsagnir teknar fyrir og stefnur unnar áfram áður en þær fara í samþykktarferli.
Unnið er að ákveðnum stefnugrunni í sameiningu sem þau svæðisfélög geta nýtt sér sem vilja, sem hægt er að staðfæra í kjölfarið eins og við á. Það er algjörlega á forræði einstakra félaga að ákveða hvort og hvernig er tekið þátt í þessu ferli en hér með er boðið upp á þetta ferli til að styðja við vinnuna.
Ertu með góða hugmynd fyrir stefnumótun? Taktu þátt með því að mæta á fundi eða sentu inn þína hugmynd í hugmyndakassann hér að neðan.
Hægt er að að skrá sig á tengiliðalista fyrir málaflokka og fá sendar upplýsingar og áminningar um stefnumótunarfundarhöld þeim tengdum og senda inn hugmyndir í hugmyndakassann hér: https://forms.gle/xG8jL7hsEKTTuuip7
Píratar 2022 | kt: 461212-0690 | reikningur: 0133-26-011913 | Skrifstofan er opin virka daga milli kl.10-17.00
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |