Kosningar 22: KICKOFF mannréttindi og lýðræði

mán07feb20:00mán20:4520:00 - 20:45 Kosningar 22: KICKOFF mannréttindi og lýðræði Stefnumótun um mannréttindi, jafnrétti og lýðræðislega þátttöku

Hvenær

(Mánudagur) 20:00 - 20:45

Netviðburður

Viðburði er lokið!

Dagskrá

  • 07/02/2022
  • 20:00 Pallborðsumræður | Spurt og Svarað20:00 - 20:45Pallborð og Q&A á www.piratar.tv þar sem áhorfendum gefst tækifæri að spyrja spurninga í beinu streymi. Framsögufólk: Daníel E. Arnarsson, Halldóra Mogensen, Óskar Dýrmundur Ólafsson

  • 21:00 Vinnufundur stefnumótun21:00 - 22:00Vinnufundur í fjarfundarkerfi Pírata þar sem öllum er boðið að koma og taka þátt í stefnumótun. https://fundir.piratar.is/stefnumotunpirata

Framsögufólk

 • Daníel E. Arnarsson

  Daníel E. Arnarsson

  Framkvæmdastjóri Samtakanna 78

  Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og hefur sinnt því starfi frá árinu 2017, hann er einnig félagsfræðingur að mennt. Daníel hefur komið víða við í réttindabaráttu hinsegin fólks og ítrekað verið skipaður í samráðsvettvanga um málefni hinsegin fólks á vettvangi ríkisins þar sem hann hefur þrýst á jákvæðar lagalegar breytingar í þágu aukinnar réttindaverndar, eins og í nefnd um málefni hinsegin fólks 2014-2016, starfshópi um lög um kynrænt sjálfræði og fagnefnd um málefni barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.

  Framkvæmdastjóri Samtakanna 78

 • Halldóra Mogensen

  Halldóra Mogensen

  Þingmaður Pírata

  Þingmaður Pírata

 • Óskar Dýrmundur Ólafsson

  Óskar Dýrmundur Ólafsson

  Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts

  Óskar Dýrmundur Ólafsson starfar sem framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts og hefur í tvo áratugi komið að margvíslegum verkefnum í nærþjónustu sem leiðtogi og hverfisstjóri. Þar á meðal eru verkefni sem varða styrkingu lýðræðislega þátttöku íbúa þar sem hann hefur fengist við meðal annars áhrif þess að öðlast meira vald yfir eigin lífi í samhengi nærsamfélagsins og hvaða jákvæðu áhrif það getur haft á einstaklinga. Hefur hann skrifað útgefið efni í þessu tilliti. Hann er sagnfræðingur með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA).

  Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts

Upplýsingar

Hvað? Kickoff fyrir stefnumótun um málefni mannréttinda, jafnréttis og lýðræðis

Hvenær? Mánudaginn 7. febrúar kl. 20 í fjarfundi

Fundurinn verður tvískiptur.

Frá kl. 20-20.45 er opinn viðburður með sérfræðingum í pallborði sem þekkja vel til þessara málaflokka. Eftir hlé verður yfirferð yfir stöðuna í núverandi stefnum og hafin vinna við næstu stefnu.

Erindi halda:

 • Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78
 • Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts

Fundarstýra er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata

Stefnumótunarvinnufundir verða um þessi málefni bæði mánudaginn 7. febrúar eftir Kickoff-viðburðinn og svo fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20.

================

Almennt um vinnuna: Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur verið í bígerð síðan fyrir jól í vinnulotum á stefnumótunarfundum að jafnaði tvisvar í viku. Hingað til hafa fyrstu drög verið kláruð að velferðarstefnu og barnastefnu sem eru nú í umsagnarferli á spjall.piratar.is. Í kjölfarið verða umsagnir teknar fyrir og stefnur unnar áfram áður en þær fara í samþykktarferli. Unnið er að ákveðnum stefnugrunni í sameiningu sem þau svæðisfélög geta nýtt sér sem vilja, sem hægt er að staðfæra í kjölfarið eins og við á. Það er algjörlega á forræði einstakra félaga að ákveða hvort og hvernig er tekið þátt í þessu ferli en hér með er boðið upp á þetta ferli til að styðja við vinnuna. Ertu með góða hugmynd fyrir stefnumótun? Taktu þátt með því að mæta á fundi eða sentu inn þína hugmynd í hugmyndakassann hér að neðan. Hægt er að að skrá sig á tengiliðalista fyrir málaflokka og fá sendar upplýsingar og áminningar um stefnumótunarfundarhöld þeim tengdum og senda inn hugmyndir í hugmyndakassann hér: https://forms.gle/xG8jL7hsEKTTuuip7

Aðildarfélag

Píratar

546-2000 Síðumúli 23, 108 Reykjavík

Learn More