janúar | 2022
Hvenær
(Fimmtudagur) 20:00 - 22:00

Netviðburður
RUN
Viðburði er lokið!
Framsögufólk
-
Auður Önnu Magnúsdóttir
Auður Önnu Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri Landverndar
Framkvæmdastjóri Landverndar
-
Guðfinna Kristinsdóttir
Guðfinna Kristinsdóttir
Dýraverndunarsinni
Dýraverndunarsinni
-
Halldór Þorgeirsson
Halldór Þorgeirsson
Formaður loftslagsráðs
Formaður loftslagsráðs
Upplýsingar
Kæru Píratar. Nú erum við komin aftur í gang eftir gott jólafrí og er komið að næsta máli í stefnumótunarvinnunni okkar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Upplýsingar
Kæru Píratar.
Nú erum við komin aftur í gang eftir gott jólafrí og er komið að næsta máli í stefnumótunarvinnunni okkar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Núna á nýju ári er planið að hafa stefnumótun í umhverfis-, loftslags- og dýramálum, í lýðræðis-, gagnsæis- og nýsköpunarmálum, í mannréttinda- og jafnréttismálum, í menningarmálum, og í fjármálum.
Dagsetningar fyrir fundi verða settar í dagatalið á Piratar.is auk þess sem útbúnir verða Facebook-viðburðir. Sendar verða einnig út áminningar á þau sem óska þess, sjá skráningu á tengiliðalista fyrir neðan.
Fimmtudaginn, næstkomandi, þann 13. janúar, verður fyrsti fundur í stefnumótun vegna umhverfis-, loftslags- og dýrastefnu fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí á þessu ári. Næstu tvær vikur verður því unnið að þeirri stefnumörkun.
Fundurinn verður tvískiptur, frá kl. 20-21 er opinn viðburður með sérfræðingum í pallborði sem þekkja vel til þessara málaflokka og eftir hlé verður yfirferð yfir stöðuna í núverandi stefnum.
Í pallborði verða:
- Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
- Guðfinna Kristinsdóttir, dýraverndunarsinni
- Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
- Fundarstjóri verður Hrafndís Bára
Fundarplanið fyrir þessa stefnu er að funda dagana 13., 17. og 19. janúar, og hafa lokaúrvinnslu mánudaginn 21. janúar áður en stefnan er send í opið umsagnarferli.
Ertu með góða hugmynd fyrir stefnumótun? Taktu þátt með því að mæta á fundi eða sendu inn þína hugmynd í hugmyndakassann hér að neðan.
Hægt er að að skrá sig á tengiliðalista fyrir málaflokka og fá sendar upplýsingar og áminningar um stefnumótunarfundarhöld þeim tengdum og senda inn hugmyndir í hugmyndakassann hér: https://forms.gle/xG8jL7hsEKTTuuip7
Við viljum hvetja sem flest til að taka þátt í þessari vinnu. Fínn undirbúningur er að fara yfir samþykktar stefnur frá því fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. En þær má finna hér:
Umhverfisstefna: https://x.piratar.is/polity/102/issue/388/
Dýravelferð: https://x.piratar.is/polity/102/issue/371/
Dýraþjónusta Reykjavíkur: https://x.piratar.is/polity/102/issue/370/Hafir þú spurningar eða athugasemdir geturðu haft samband við Pétur Óla, formann stefnu- og málefnanefndar Pírata, í síma 788 5874 eða með því að senda töluvpóst á stefnunefnd@piratar.is.
Dagskrá
- 13/01/2022
20:00 Pallborð í beinu streymi á Píratar TV20:00 - 21:00Opinn viðburður með sérfræðingum í pallborði sem þekkja vel til þessara málaflokka og eftir hlé verður yfirferð yfir stöðuna í núverandi stefnum. Í pallborði verða: Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Guðfinna Kristinsdóttir, dýraverndunarsinni, Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Fundarstjóri verður Hrafndís Bára.Framsögufólk: Auður Önnu Magnúsdóttir, Guðfinna Kristinsdóttir, Halldór Þorgeirsson
21:00 Vinnufundur stefnumótun21:00 - 22:00Vinnufundur í fjarfundi: https://fundir.piratar.is/stefnumotunpirata