apríl | 2021
Hvenær
(Laugardagur) 11:00 - 12:15

Netviðburður
RUN
Viðburði er lokið!
Upplýsingar
Píratar boða til Borgarbyltingar um sára fátækt í Reykjavík.Farið verður yfir það starf sem unnið er í borginni og hjá óháðum samtökum. Hvað hefur áunnist og hvað má
Upplýsingar
Píratar boða til Borgarbyltingar um sára fátækt í Reykjavík.Farið verður yfir það starf sem unnið er í borginni og hjá óháðum samtökum. Hvað hefur áunnist og hvað má gera betur?
Frummælendur á fundinum verða: Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, hjá samtökunum Pepp og Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í Velferðarráði. Eftir kynningar verður rými fyrir spurningar og umræður um málefnið.
Fundarstjórn: Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Fram skal tekið að frummælendur eru gestir Pírata, sem sjá hag samfélagsins í því deila með okkur þekkingu og reynslu. Komu þeirra á fundinn ber ekki að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við Pírata.
Borgarbylting er fundarröð á vegum Pírata í Reykjavík, haldin mánaðarlega um mikilvæg málefni er varða Reykjavík. Vaninn er að fá öfluga óháða sérfræðinga til leiks í bland við kjörna fulltrúa Pírata.
Linkur á fundinn: https://us02web.zoom.us/j/84209235199