Hækkun persónuafsláttar

Við ætlum að hækka persónuafslátt strax og hefja undirbúning að því að hann verði útgreiðanlegur. En hvað þýðir það fyrir þig?


Forsendur:

Píratar ætla að hækka persónuafsláttinn um kr 20,000 á mánuði

Persónuafsláttur sem ekki er nýttur í hverjum mánuði er greiddur út, en það kemur sér vel fyrir einstaklinga með undir 250,000 í mánaðartekjur og hjón/sambúðarfólk með undir 480,000 í mánaðartekjur

Fyrir hjón/fólk í sambúð er miðað við að persónuafsláttur beggja sé að fullu nýttur

  • Lægsta þrep tekjuskatts (á laun upp í kr 349,018) helst óbreytt í 31.45%
  • Mið þrep tekjuskatts (á laun milli kr 349,019 – kr 979,847) hækkar úr 37.95% í 39.50%
  • Hæsta þrep tekjuskatts (á laun yfir kr 979,848) hækkar úr 46.25% í 53.00%

Einungis einstaklingar sem eru með meira en 1,230,000 í mánaðarlaun og hjón/sambúðarfólk með meira en 2,450,000 í sameiginlegar tekjur borga hærri skatta en það gerir núna.