Mál 5/2016 Vegna ályktunar kjördæmisráðs Pírata í Norðvesturkjördæmi

Óskað var eftir þvi að Úrskurðarnefnd túlki hvort að afstaða (ályktun) Kjördæmisráð Pírata í Norðvesturkjördæmi stangist á við grunnstefnu og lög Pírata:
“Kjördæmisráð Pírata í Norðvesturkjördæmi telur eðlilegt að við kosningar á framboðslista flokksins í kjördæminu verði kosningarréttur bundinn við þá skráða Pírata sem muni hafa kosningarrétt í kjördæminu þegar til Alþingiskosninga kemur. Þó sé eðlilegt að taka tillit til þeirra sem ekki uppfylla aldursmörk.“ (https://www.facebook.com/PiratarNVkjordaemi/posts/908748829244437)
Úrskurðarnefnd skal skv. lögum Pírata gr. 8.1. úrskurða um ágreining um framkvæmd, túlkun og brot á lögum félagsins sem vísað er til nefndarinnar.
Rétt er að aðildarfélögum er óheimilt að ganga gegn lögum eða grunnstefnu Pírata skv gr. 10.2 í lögum Pírata. Ályktun Kjördæmisráð Pírata í Norðvesturkjördæmi um að ráðið telji ákveðið fyrirkomulag til kosninga á framboðslista flokksins í kjördæminu eðlilegt og bóki þá ályktun í fundargerð er eitt og sér ekki brot á lögum Pírata. Aðildarfélag sem hins vegar samþykkir eða framkvæmir kosningafyrirkomulag sem sannarlega gengur gegn lögum eða gunnstefnu Pírata mun þar með brjóta grein 10.2. í lögum Pírata. Slíkt hefur ekki átt sér stað að mati Úrskúrðanefndar.
Úrskurðunarorð
Nefndin úrskurðar að ályktun Kjördæmisráð Pírata í Norðvesturkjördæmi brjóti ekki lög Pírata.
Samþykkt samhljóða af Daða, Evu og Jón Þóri, Reykjavík 16.03.2016.