Mál 4/2016 Varðandi endurupptöku á máli 1/2016

Grein 8.7. í lögum Pírata kveður á um að úrskurðir Úrskurðarnefndar séu bindandi. Úrskurðarnefnd er því ekki heimilt að taka mál upp aftur.

Fyrri póstur málshefjanda innihélt engar spurningar til nefndarinnar né óskir um að nefndin úrskurði um ágreining um framkvæmd, túlkun og brot á lögum Pírata (gr. 8.1) í samræmi við lög félagsins og landslög (gr. 8.4).

Úrskurðunarorð:
Nefndin úrskurðar að hún skuli ekki taka málið upp aftur.

Upprunalegt erindi
Ég óska hér með formlega eftir því að úrskurðarnefnd taki málið upp
aftur. Þetta dómsorð svarar ekki þeirri spurningu sem beint var til
nefndarinnar, en hún snerist beinlínis um það hvort umræddar tillögur
uppfylltu þessar lagalegu kröfur, ekki um það hvort ferlið hefði verið
fullnægjandi.
Með kveðju,
Herbert Snorrason