Mál 4/2015 Nefndarseta aðalmanns í Úrskurðarnefnd

Málsgögn sýna að málshefjandi Hafþór Sævarsson gegnir stjórnarformennsku í aðildarfélagi flokksins, félagi Ungra Pírata að eigin sögn.

Skv. 3.9. í lögum Píratar skal: Til trúnaðarstaða telst seta í stjórnum, nefndum, ráðum eða aðrar stöður þar sem einstaklingi er treyst, stöðu sinnar vegna, fyrir upplýsingum og/eða ákvarðanatöku sem er ekki í boði fyrir almenna félagsmenn þess sama félags.

Jafnframt segir í lögum Pírata gr. 8.2. að: „Fulltrúar í úrskurðarnefnd skulu ekki gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á meðan þeir sitja í úrskurðarnefnd.“
Deila má um skilgreininguna á orðinu ‘flokkinn’ í þessu samheingi. Það orð má sannanlega skilgreina þröngt eða vítt, en það er ljóst að öll aðildarfélög Pírata starfi fyrir ‘flokkinn’ Pírata.

Þvi úrskurðar nefndin svo að málshefjandi skuli ekki sitja sem fulltrúi í úrskurðarnefnd á meðan hann gegnir trúnaðarstöðu fyrir Unga Pírata eða önnur aðildarfélög í flokkinum.

Málshefjandi getur sagt af sér trúnaðarstarfi fyrir Unga Pírata eða missa sæti í Úrskurðarnefnd Pírata innan við viku frá þessum úrskurði.

Málshefjandi ákvað að hlýta úrskurðinum og sagði sig úr úrskurðarnefnd,