Mál 2/2017 – vegna afsagnar af lista

Mál 2/2017

Erindi: Björn Ragnar Björnsson

Nafn annarra aðila að ágreiningnum (ef við á)

Kjördæmisráð (eða kosningastjórn eða hvað það heitir) Reykjavíkurkjördæma

Úrskurður nefndar

Nefndin úrskurðarað Einar Steingrímsson hafi gert það nægilega skýrt fyrir kjördæmaráði að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista Pírata fyrir alþingiskosningar 2017. Kjördæmaráð fór þannig að engu leiti fram úr meðalhófi þar sem ráðið taldi sig vera að vinna eftir löglegri úrsögn og sé þess vegna ekki að brjóta á greinum 1.1 til 1.4 um upplýsta ákvörðunartöku.

Nefndin leggur til að framkvæmdarráð stofni hóp til þess að skýra ferla og setja reglur um úrsagnir af listum til kosningavið fyrsta hentugleika og klári þá vinnu fyrir sveitastjórnarkosningar 2018.

 

Úrskurðunaratriði

Ég fer fram á að höfnun á því Einar Steingrímsson geti tekið sæti á framboðslista í samræmi við niðurstöðu prófkjörs sé hnekkt.

Rökstuðningur

Vegna misskilnings sagði Einar sig frá lista í Reykjavík að loknu prófkjöri 30. Sept. 2017. Misskilningurinn var fljótt leiðréttur og reyndi þá Einar að afturkalla afsögn af lista en því var hafnað.Þó voru varla liðnar nema einhverjar mínútur frá því að úrslit prófkjörs voru opinberlega kunngjörð og ekkert um þessa afsögn orðið að opinberum upplýsingum.Kjördæmisráð hefði mátt og átt að vita að ástæður sem Einar gaf voru á misskilningi byggðar og það eitt hefði átt að duga til að Einar gæti séð sig um hönd en fleira kemur til.

Í fyrsta lagi er ákvörðun kjördæmissráðs umfram meðalhóf, það er að segja úr skala viðtilefnið.

Í öðru lagi er ákvörðunin í beinni andstöðu við niðurstöðu prófkjörsins en hún lýsir sameiginlegri niðurstöðu Pírata um hvernig framboðslistar skuli skipaðir. Ákvörðunin er því andlýðræðisleg.

Í þriðja lagi eru menn komnir út í kuldann (af listanum) of hratt og af of litlu tilefni miðað viðumstangið, seremóníur, vinnu og álag vegna prófkjörsins.Þetta ferli sem leiddi til að Einar telst hafa hafnað sæti á framboðslistanum hefur allt verið um garð gengið um það bil sem úrslit voru kynnt opinberlega og/eða litlu síðar. Í stuttu máli þá skortir formfestu, möguleika á málsskoti og endurskoðun í þetta afsagnarferli.Það skýtur mjög skökku við aðþað dugi svo að segja að depla auga til að niðurstaða prófkjörs sé að engu hafandi.

Ef málið snýst um að haft hafi verið samband við frambjóðendur aftar á listanum og þeir verið búnir að játa uppfærslu, þá væri verið að taka hagsmuni þeirra frambjóðenda fram yfir vilja kjósenda, fram yfir lýðræðið ef ákvörðunin á að standa. Þetta mál sýnir aðþaðþarf að gera reglur um úrvinnslu á niðurstöðum prófkjörs munskýrari. Það þarf að líða einhver lágmarkstími (24 –48 tímar sting ég upp á) frá lokum prófkjörs þar til afsagnir séu teknar til greina.Þaðþarf að skýra nánar hvað formsatriði þarf að uppfylla til að segja sig af lista, á það að vera nóg með símtali,tölvupósti, facebook-skeyti eða á frambjóðandinn að framkvæma afsögnina sjálfur í kosningakerfi Pírata?Þá virðist mér blasa við að frambjóðendur þurfa að hafa “umboðsmann” af einhverju tagi viðþessa úrvinnslu, einhvern sem á möguleika á yfirsýn eða eftirfylgni meðþeim málum sem upp koma.

Hallann af nú augljósum vanköntum á ferlinu frá prófkjöri að framboðslista má ekki láta kjósendur bera, má ekk láta lýðræðið gjalda fyrir. Það eru hagsmunir allra Pírata að lýðræði sé ofar makki við frambjóðendur. Það eru hagsmunir Pírata að niðurstaða prófkjörs standi ef á henni eru ekki augljósir hnökkrar.Þaðeru hagsmunir okkar allra að Einar Steingrímsson sé í framvarðasveit sem og kom í ljós í prófkjörinu.

Mér líður að vissu leiti svipað með úrskurð kjördæmisráðs í máli Einars Steingrímssonar eins og eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að kosningar til Stjórnlagaþings væru ógildar.

Ég tel að allt ofangreint sé brot af þeim rökum sem eiga að leiða til að ákvörðum um að Einar Steingrímsson taki ekki sæti á framboðslista í samræmi við niðurstöður prófkjörs sé úrskurðuð ógild.

Ég tel að sú úrvinnsla á niðurstöðu prófkjörs, þ.e. að pressa að frambjóðendur strax um aðtaka afstöðu til niðurstöðunnar, að vita ekki að málssástæður Einars væru á misskilningi byggðar og síðan að hafna því að hann gæti skipt um skoðun séu í bága við greinar 1.1 , 1.2, 1.3 og 1.4 í grunnstefnu Pírata. Ég tel því að málsmeðferðin og ákvörðunin standist ekki.

Afrit Lagagreina sem málið varðar

8.1. Ágreining um framkvæmd, túlkun og brot á lögum þessum skal vísa til úrskurðarnefndar sem úrskurðar í málinu.

8.2. Úrskurðarnefnd er skipuðþremur félagsmönnum og skulu þeir kosnir á aðalfundi ár hvert auk tveggja varamanna. Fulltrúar í úrskurðarnefnd skulu ekki gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á meðan þeir sitja í úrskurðarnefnd.

8.3. Úrskurðarnefnd úrskurðar sjálf um hæfi sitt og einstakra nefndarmanna í hverju máli fyrir sig. Varamaður tekur sæti í nefndinni þegar um vanhæfi aðalmanns í tilteknu máli er aðræða.

8.4. Úrskurðarnefnd tekur ákvarðanir aðeins í samræmi við lög félagsins og landslög.

8.5. Komi upp grunur um saknæmt athæfi skal úrskurðarnefnd vísa málinu til lögreglu.

8.6. Komi upp ágreiningur um brottrekstur skal úrskurðarnefnd úrskurða um málið.

8.7. Úrskurður úrskurðarnefndar er bindandi.

Grunnstefna Pírata fyrsti kafli:

  1. Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.

1.2 Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháðþví hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháðþví hverjir talsmenn hennar eru.

1.3 Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun.

1.4 Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur.

Málsmeðferð

Nefndinni barst kæra frá Birni Ragnari Bjarnarssyni þess efnis að Einar Steingrímsson hefði í fljótfærni sagt sig af lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi og það er vilji Bjarnar að Einari verði úthlutað aftur sæti sínu á listanum.

Þar sem ferlar í kringum þetta eru óskýrir mætti færa röksemdir fyrir því að Einar eða hver sem er sem segir sig af lista gæti á hvaða tímapunkti fram að kosningum óskað eftir sæti sínu aftur hafi hann ekki opinberlega sagt því lausu. Þetta er ekki tilfellið í máli Einars. Einar birti ákvörðun sína á samfélagsmiðlum og sendi kjördæmaráði afsögn af listaí póstisem úrskurðarnefnd hefur undir höndum. Þetta gerir Einar samdægurs. Vinna er strax sett af staðtil að fylla í skarðið og var þeirri vinnu lokiðþegar Einar vekur máls á því að honum hafi mögulega orðið á.

Í umræðum um mál þetta varð úrskurðarnefnd að líta til þess að á engum tímapunkti frá afsögn og fram til dagsins í dag hefur Einar krafist þess aðþessari ákvörðun verði hnekkt. Þvert á móti hefur Einar sætt sig við ákvarðanir kördæmaráðs. Það og skrifleg afsögn af listanum auk tveggja yfirlýsinga þess efnis á samfélagsmiðlum um að hann uni ákvörðuninnitelur nefndin að sýninægilega skýrtviljahans til að málinu ljúki. Það er einnig skoðun nefndar aðþar sem frambjóðendur þurfa að tilkynna framboð sitt sérstaklega til kjördæmaráðs þá hafi skrifleg úrsögn Einars mátt teljast eins lögleg úrsögn og hægt væri aðfara fram á.

Hvað ferla varðar þá er nefndin sammála Birni um aðþað vanti skýrari reglur um hvernig fólk segi sig af lista og hvaða tímarammi ætti að vera til staðar sem umhugsunartími. Telur nefndin aðþað sé ekki í hennar verkahring að koma með lausnir á þessu og vísar því þeirri vinnu til framkvæmdarráðs með vísun í grein 1.1 og 1.3 um upplýsta ákvörðunartöku.

 

Fyrir hönd úrskurðarnefndar

Gissur Gunnarsson

Júlíus Blómkvist

Lárus Vilhjálmsson