Mál 2/2015 Félagsfundur um rafrettur löglega boðaður?

Frá, Bergþóri Heimi Þórðarsyni, sent 18. nóvember 2015 undir yfirskriftinni „Félagsfundur um rafrettur löglega boðaður?“

Spurt er um hvort til Félagsfundar um rafrettur hafi verið löglega boðað skv. 5. grein laga Pirata, sérstaklega grein 5.9 sem hljóðar svo: „Boða skal til almennra félagsfunda með viku fyrirvara með óvéfengjanlegum hætti.“

Til fundarins var boðað á síðu Pírata á Facebook, facebook.com/Piratar.Island, þannig að stofnaður var viðburður um fundinn (event) á síðunni (facebook.com/Piratar.Island/events). Þegar viðburður er stofnaður á þann hátt fer hann inn á vegg siðunnar og verður þar sjáanlegur öllum þeim sem þar fara inn, auk þess sem hann deilist á þá sem eru í áskrift á viðburðum síðunnar (129 manns þegar þetta er skrifað).

Kafli 5 í lögum Pírata tryggir öllum félagsmönnum réttindi til þátttöku í ákvörðunum félagsins á félagsfundum. Skráðum félögum er þar tryggður réttur til að sitja félagsfundi, taka þar til máls, leggja fram tillögur og kjósa um þær.

Til að félagsmenn hafi tækifæri til að nýta sér þessi réttindi sín til þátttöku í ákvörðunum félagsins þarf í það minnsta að senda fundarboð á félagatalið.

Í grein 5.9 laganna segir: „Boða skal til almennra félagsfunda með viku fyrirvara með óvefengjanlegum hætti.“

Það er óvefengjanlegt að viðburður var settur inn á facebook síðu félagsins um að félagsfundinn og það sannarlega gert með meira en viku fyrirvara. En að setja inn viðburð á facebook síðu félagsins er ekki fundarboð á félagatalið og getur því ekki talist boðun á félagsfund Pírata. Það þarf að boða til þeirra á breiðari vettvangi. Telst því félagsfundur um rafrettur, haldinn 16. nóvember 2015 ógildur.