Home Uncategorized Framboðslistakosningar hjá Pírötum í Reykjavík

Framboðslistakosningar hjá Pírötum í Reykjavík

0
Framboðslistakosningar hjá Pírötum í Reykjavík

Píratar í Reykjavík hafa hafið framboðslistakosningu vegna framboðs til borgarstjórnar.

Kosningar standa yfir þar til í lok dags 22. febrúar. Úrslit verða tilkynnt 23. febrúar.

Samkvæmt lögum Pírata í Reykjavík hafa þeir kosningarétt sem höfðu verið skráðir 23. janúar 2014 eða fyrr, hvort heldur sem er í Pírata í Reykjavík eða móðurfélagið.

Þetta þýðir að allir sem nú þegar eru skráðir í Pírata en ekki Pírata í Reykjavík geta öðlast kosningarétt með því að skrá sig í síðarnefnda félagið áður, með því að senda tölvupóst á skraning@piratar.is og biðja um skráningu í Pírata í Reykjavík.

Hér getið þið tekið þátt í kosningunum

Ef þið lendið í vandræðum með að kjósa getið þið látið vita með því að senda tölvupóst á reykjavik@piratar.is eða þá í Facebook-grúppu Pírata í Reykjavík.