Alþjóðastarf

Píratar eru alþjóðlegt stjórnmálaafl sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Svíþjóð árið 2006. Í dag eru til Píratahreyfingar í yfir sextíu löndum víðsvegar um heiminn. Píratar eru því sérstakir að því leiti að vera fyrsta stjórnmálahreyfingin sem starfar ekki aðeins á landsvísu, heldur erum við alþjóðleg hreyfing í baráttu fyrir betra samfélagi.

Píratar á Íslandi eru virkir þáttakendur í alþjóðahreyfingununni European Pirate Party (EPP).

Píratar í Evrópu (European Pirate Party – PPEU)  samanstanda af Píratahreyfingum í yfir 20 löndum auk Félags ungra Pírata í Evrópu. Þar er rekið öflugt starf en í stjórn Pírata í Evrópu sitja nú þrjár íslenskar Pírötur, þær Katla Hólm Þórhildardóttir, Gamithra Marga og Oktavía Hrund Jónsdóttir sem er jafnframt stjórnarformaður. Í Evrópu hafa Píratar reynst afar öflugt nýtt afl í stjórnmálaflóru Evrópusambandsins og náðu inn 4 kjörnum fulltrúum í síðustu Evrópukosningum, þar sem yfir 400 milljón Evrópubúar kjósa í stærstu lýðræðislegu fjölþjóðakosningu heims.

Alþjóðlegir Píratar Pirate Parties International (PPI) eru alþjóðleg regnhlífarsamtök Pírata um allan heim. Píratarhreyfingar á landsvísu starfa óháðar hver öðrum og samkvæmt eigin stefnu og sannfæringu. Hins vegar byggja allar Pírata hreyfingar á sömu grunngildum sem sett hafa verið fram í hinum svokallaða Píratakóða, sameiginlegri gildayfirlýsingu Pírataflokka um allan heim.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....