Píratar XP

Taktu þátt í starfinu

Mótaðu með okkur stefnuna

Í grasrót Pírata er unnið öflugt málefnastarf og getur hver sem er mætt á málefnafund eða boðað til slíks fundar. Málefnafundir eru auglýstir á viðburðadagatalinu á vef Pírata og á Facebook síðu flokksins.

Taktu þátt í spjallinu

Mikið málefnastarf fer einnig fram vefnum á milli funda. Þar ber helst að nefna Spjallið á vef Pírata. Spjallið er umræðuvettvangur fyrir starf Pírata. Tilgangur Spjallsins er að vera opinber spjallvettvangur á vegum Pírata þar sem meðlimir geta spjallað um flokkinn, starf hans og stefnumál

Vertu með í lýðræðinu

Samkvæmt grunnstefnunni starfa Píratar eftir beinu lýðræði og þátttökulýðræði er í hávegum haft. Hjá okkur er það grasrótin sem ræður. Allir Píratar geta tekið þátt í ákvarðanatöku í málum sem þá varða eða lagt fram stefnu og borið undir grasrótina. Píratar hafa þróað eigið kosningakerfi í þeim tilgangi að tryggja lýðræðisleg vinnubrögð innan hreyfingarinnar. Stefna er borin fram á félagsfundi sem ákveður hvort hún skuli færði til atkvæðagreiðslu í kosningakerfi Pírata. Hver sem er getur boðað til félagsfundar.

Skoðaðu sjálfboðaliðastarfið

Nú er að hefjast kosningabarátta og Pírötum vantar hendur. Grasrótarinn er vefsíða þróuð af Pírötum sem heldur utanum grasrótarstarf hreyfingarinnar og hvernig það er unnið. Við leitum eftir allskonar fólki í allskonar sjálfboðaliðastörf, allt frá forritun í úthringingar í símaveri. Fylgstu með auglýsingum á grasrótaranum og láttu okkur vita af þér ef þú vilt leggja þitt af mörkum í baráttunni fyrir betra samfélagi, fyrir alla.

X
X
X