Skip to main content

Upplýsingaráð

Stofnun Upplýsingaráðs Pírata var samþykkt á aðalfundi flokksins í júní 2016.

Kosning um landsfélagsfulltrúa fór fram í kosningakerfi Pírata dagana 14.-20.september. Samkvæmt lögum um Upplýsingaráð var kosið um fjóra landsfélagsfulltrúa, aðildarfélög skipa einn fulltrúa og annan til vara og þingflokkur skipar tvo fulltrúa. Auk þess skipar framkvæmdaráð tvo áheyrnarfulltrúa. Alls sitja því átján manns í ráðinu og tveir áheyrnarfulltrúar.

Upplýsingaráð hefur sett sér eftirfarandi starfsramma:

 1. Samskipti við fjölmiðla
  • Fjölmiðlar leita til framkvæmdastjóra sem annaðhvort svarar munnlega eða vísar erindinu á viðeigandi aðila innan hreyfingarinnar.  Fréttatilkynningar, greinar og yfirlýsingar sem birtar í nafni Pírata skulu samþykktar af Upplýsingaráði, undantekning er efni frá þingflokki Pírata sem verða undirritaðar af Þingflokkur Pírata. 
 2. Viðbrögð við umfjöllun um Pírata
  • Framkvæmdastjóri hefur umboð Upplýsingaráðs til að bregðast við umfjöllun og svara fyrir flokkinn. Leita má til málefnalegs fulltrúa úr grasrót Pírata áður en viðbrögð eru send út.
 3. Málefnaleg ráðgjöf í útgáfumálum.
  • Upplýsingaráð getur veitt ráðgefandi leiðbeiningar um málefnalega texta sem birt er á vettvangi Pírata. Þó einungis sem vinsamlegar ábendingar og þegar eftir því er leitað.
 4. Faghópar með málefnalegum fulltrúum úr grasrót Pírata
  • Upplýsingaráð getur útbúið lista yfir fulltrúa grasrótar sem vita mikið um tiltekið málefni og geta aðstoðað við að svara fyrir það málefni þegar eftir er leitað.

Nánar um upplýsingaráð í lögum Pírata

Meðlimir Upplýsingaráðs 2016-2017:
upplysingarad@piratar.is

Landsfélagsfulltrúar
-Mörður Ingólfsson
-Lárus Vilhjálmsson
-Einar Svansson
-Einar Friðgeirsson

Fulltrúar þingflokks Pírata
– Björn Leví Gunnarsson
– Gunnar Hrafn Jónsson

Norðausturkjördæmi
-Þórbergur Torfason
-Gunnar Torfi Benediktsson

Norðvesturkjördæmi
-Eiríkur Þór Theodórsson
-Ragnheiður Steina Ólafsdóttir

Reykjavík norður
-Árni Steingrímur Sigurðsson
-Hugi Ásgeirsson

Reykjavík suður
-Guðjón Sigurbjartsson
-Kjartan Jónsson

Suðurkjördæmi
-Albert Svan
-Sigurður Hreggviðsson

Suðvesturkjördæmi
-Maren Finnsdóttir
-Sigurður Erlendsson

Áheyrnarfulltrúar framkvæmdaráðs
-Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir
-Elsa Kristjánsdóttir

 

Fundargerðir Upplýsingaráðs